Eyrarlandsvegur - FSA - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011060017

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 116. fundur - 15.06.2011

Erindi dagsett 3. júní 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, óskar eftir að breyta gildandi skipulagi þannig að heimilt verði að rífa núverandi líkhús sem staðsett er vestan við aðalinngang FSA við Eyrarlandstún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.


Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjald vegna deiliskipulagsbreytingarinnar verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.

Skipulagsnefnd - 123. fundur - 12.10.2011

Erindi dagsett 30. september 2011 frá Fanneyju Hauksdóttur þar sem hún f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar FSA við Eyrarlandsveg.
Breytingin felst í að heimilt verður að rífa líkhús.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu er varðar niðurrif á húsnæði sem ekki er í notkun og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3310. fundur - 18.10.2011

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. október 2011:
Erindi dags. 30. september 2011 frá Fanneyju Hauksdóttur þar sem hún f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar FSA við Eyrarlandsveg.
Breytingin felst í að heimilt verður að rífa líkhús.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu er varðar niðurrif á húsnæði sem ekki er í notkun og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.