Erindi dagsett 19. október 2011 og 26. október 2011 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson og Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar kaffihúss í Lystigarði Akureyrar við Eyrarlandsveg 30.
Um er að ræða þrjár breytingar:
1. Stækkun á byggingarmagni 30m2. Bygging stækkar úr 150m2 í 180m2.
2. Breyting á texta í greinargerð í kafla 3.1.2 Kaffihús.
3. Lenging á skjólvegg til vesturs.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur unnin af X2 dagsettur 27. október 2011.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.