Geirþrúðarhagi 8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016110179

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 8. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0,43 í 0,48.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 8. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. desember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu. Tillagan er dagsett 11. janúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Einungis er um að ræða minniháttar hækkun á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3407. fundur - 17.01.2017

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. janúar 2017:

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 8. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. desember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu. Tillagan er dagsett 11. janúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Einungis er um að ræða minniháttar hækkun á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.