Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 15. júlí 2015 og send til umsagnar.
Fimm umsagnir bárust:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 15. júlí 2015.
Skipulagslýsingin uppfyllir ekki þær kröfur sem eru gerðar til lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar. Gera þarf lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi.
2) Vegagerðin, dagsett 22. júlí 2015.
Engar athugasemdir eru gerðar en óskað er eftir að haft verði samráð um gerð skipulags vegna hljóðvistar í nýjum húsum.
3) Norðurorka, dagsett 22. júlí 2015.
a) Fráveita - lögn frá Hamri að Hraunholti er með helgunarkvöð. Þurfi að færa lögnina fellur kostnaður á Akureyrarbæ. Ekki er ljóst hvernig fráveitulagnir liggja frá eldri húsum.
b) Hitaveita - Götustofnar eru grannir og munu ekki fæða nýtt hverfi né stórar byggingar nema til komi endurnýjun lagna upp Skarðshlíð.
c) Vatnsveita og dreifiveita rafmagns - ekki eru sjáanlegir annmarkar sem hamla uppbyggingu á svæðinu. Líklega þarf að sprengja eitthvað af lögnum inn í Melgerðisásinn.
4) Íþróttafélagið Þór, dagsett 28. júlí 2015.
a) Skilgreind íþrótta- og æfingasvæði eiga að halda þeirri notkun.
b) Skoða ætti hvort hægt verði að koma fyrir fjölbýlishúsi við Undirhlíð.
c) Skoða ætti að koma fyrir tvíbýlishúsi neðst á Kvenfélagsreitnum næst Skarðshlíð.
d) Ef lóðir verða skilgreindar á Melgerðisási upp að svæði félagsins er mögulegt að það verði sléttað alveg út að mörkum.
e) Hæðarmunur milli svæða félagsins og utan þess gæti verið nokkur. Óhjákvæmilega kemur það fyrir að fótboltar fari út fyrir girðingar.
5) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 29. júlí 2015.
Reiturinn við Skarðshlíð er æfingasvæði Ungmennafélagsins. Þegar frjálsíþróttaleikvangurinn var gerður á Þórsvellinum var þessi kastvöllur ein af forsendum þess að það gengi upp. Mikið af æfingum fer fram á þessum velli og verður hann að vera til staðar fyrir frjálsíþróttafólk. Lokun Skarðshlíðar við hlið Bogans væri kostur til að auka möguleika á uppbyggingu.
Umsögn Minjastofnunar Íslands barst 11. september 2015: Fornleifaskráning var gerð fyrir svæðið 1998 og hana þarf að endurskoða til samræmis við staðla Fornleifastofnunar. Teikna þarf upp minjar og merkja inn á skipulagsuppdrátt þannig að staðsetning, umfang og útlit komi fram ef það er þekkt. Athygli er vakin á að ef fornminjar finnast við framkvæmd skal stöðva verkið án tafar og láta framkvæma vettvangskönnun.
Borist hefur ný fornleifaskráning sem unnin er af Guðmundi St. Sigurðarssyni og Bryndísi Zoëga hjá Byggðasafni Skagfirðinga, dagsett í janúar 2016.