Dagþjónusta í Víðilundi og Bugðusíðu - ábendingar 2016

Málsnúmer 2016100104

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 192. fundur - 15.11.2016

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 20. október 2016 gert eftirfarandi bókun:

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. október 2016. Fundargerðin

er í 5 liðum.

Bæjarráð vísar 5. lið til samfélags- og mannréttindadeildar.

Liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa:

3.
Dagþjónusta í Víðilundi og Bugðusíðu - ábendingar 2016

2016100104

Margrét Pétursdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Er í stjórn Félags eldri borgara. Er ósátt við þjónustuskerðingu í Víðilundi og

Bugðusíðu. Vekur athygli á mikilvægi góðrar þjónustu í dagþjónustu í Víðilundi

og Bugðusíðu til þess að styðja fólk við að búa sem lengst á eigin heimili og brýnir bæjarfulltrúa til að standa vörð um þá þjónustu og að hún sé vel mönnuð.
Samfélags- og mannréttindaráð hefur lagt áherslu á að standa vörð um þjónustu við eldri borgara samanber nýlegur samningur við Félag eldri borgara og hefur engin ákvörðun verið tekin innan ráðsins um þjónustuskerðingu í Víðilundi og Bugðusíðu.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða erindið við stjórn Félags eldri borgara.


Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista bókaði að mikilvægt sé að hlusta á þá upplifun Margrétar Pétursdóttur sem situr í stjórn Félags eldri borgara að þjónustuskerðing hafi orðið við þá skipulagsbreytingu sem ákveðin var nú á haustdögum. Bergþóra tekur jafnframt undir áherslu hennar um mikilvægi góðrar þjónustu við eldri borgara sem velja að búa sem lengst á eigin heimili.

Samfélags- og mannréttindaráð - 193. fundur - 13.12.2016

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála gerði grein fyrir fundi með Félagi eldri borgara í framhaldi af bókun bæjarráðs sem var tekin fyrir á fundi samfélags- og mannréttindaráðs 15. nóvember 2016.
Samfélags- og mannréttindaráð ítrekar bókun sína frá fundinum 15. nóvember sl. um að ráðið hafi lagt áherslu á að standa vörð um þjónustu við eldri borgara samanber nýlegan samning við Félag eldri borgara. Rétt er þó að vekja athygli á því að gerðar voru skipulagsbreytingar vegna kröfu um hagræðingu í rekstri tómstundaúrræða sbr. bókun ráðsins á fundi 20. september sl. en samfélags- og mannréttindaráði var gert skv. tillögum aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar að hagræða fjárhagslega sem einungis var framkvæmanlegt með því að hagræða í starfsmannahaldi. Það mun þó ekki þýða skerðingu á tómstundastarfi eldri borgara.

Samkvæmt upplýsingum af fundi forstöðumanns tómstundamála og stjórnar Félags eldri borgara þá er það mat stjórnar Félags eldri borgara að ekki sé um skerðingu á þjónustu að ræða á tómstundastarfi eldri borgara.

Þá vill ráðið benda á að umsjón dagþjónustu er á höndum Öldrunarheimila Akureyrar. Samfélags- og mannréttindaráð óskar því eftir að velferðarráð fjalli um ábendinguna sem fram kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa.