1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 28. janúar 2016:
Lagður var fram til kynningar upplýsingabæklingur um félagsstarf fyrir eldri borgara og starf á Punktinum á fyrri hluta árs 2016.
Bæklingurinn var borinn í hvert hús á Akureyri í ársbyrjun.
Einnig var rætt um breytingar á félagsstarfi í Víðilundi og rekstarkostnað sem bætist við vegna húsnæðis í Víðilundi þegar dagþjónusta fyrir aldraða er flutt á Hlíð. Aðeins er reiknað með hluta af þessum kostnaði í samþykktri fjárhagsáætlun 2016.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið lýsir ánægju með útgáfu og dreifingu upplýsinga um félagsstarfið.
Forstöðumanni er falið að vinna áfram að leiðum til að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í félagsmiðstöðinni í Víðilundi á sem hagstæðustu kjörum.
Ráðið óskar eftir aukafjárveitingu upp á kr. 2,6 milljónir til að mæta auknum rekstarkostnaði við yfirtöku húsnæðis í Víðilundi skv. meðfylgjandi yfirliti.
Forstöðumanni er falið að vinna áfram að leiðum til að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í félagsmiðstöðinni í Víðilundi á sem hagstæðustu kjörum.
Ráðið óskar eftir aukafjárveitingu upp á kr. 2,6 milljónir til að mæta auknum rekstarkostnaði við yfirtöku húsnæðis í Víðilundi skv. meðfylgjandi yfirliti.