Öldungaráð

43. fundur 15. janúar 2025 kl. 13:00 - 15:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hjálmar Pálsson formaður
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Hallgrímur Gíslason fulltrúi ebak
  • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fulltrúi ebak
  • Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála
Dagskrá

1.Lýðheilsukort - tilraunaverkefni 2022-2024

Málsnúmer 2022101039Vakta málsnúmer

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar kynnti hreyfikortið.
Öldungaráð þakkar Kristínu fyrir góða kynningu.

2.Strætó - jöfnunarstoppistöð á nýjum stað

Málsnúmer 2022120685Vakta málsnúmer

Engilbert Ingvarsson rekstrarstjóri strætisvagna kynnti til umsagnar jöfnunarstöð á nýjum stað og fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi strætó.
Öldungaráð þakkar Engilbert fyrir góða kynningu og þakkar sérstaklega fyrir að tekið var tillit til ábendinga frá eldri borgurum. Öldungaráði líst vel á fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi en vill þó benda á mikilvægi þess að hugað sé að aðgengi og gönguleiðum til og frá stoppistöðvum t.d. í kringum Birtu og Sölku og norðan Glerártorgs.

3.Starfsáætlun öldungaráðs 2025

Málsnúmer 2025010727Vakta málsnúmer

Starfsáætlun öldungaráðs 2025.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:00.