Strætó - jöfnunarstoppistöð á nýjum stað

Málsnúmer 2022120685

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 16. desember 2022 varðandi jöfnunarstoppistöð strætó á nýjum stað.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 175. fundur - 17.12.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 13. desember 2024 varðandi staðarval á jöfnunarstoppistöð Strætisvagna Akureyrar.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Öldungaráð - 43. fundur - 15.01.2025

Engilbert Ingvarsson rekstrarstjóri strætisvagna kynnti til umsagnar jöfnunarstöð á nýjum stað og fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi strætó.
Öldungaráð þakkar Engilbert fyrir góða kynningu og þakkar sérstaklega fyrir að tekið var tillit til ábendinga frá eldri borgurum. Öldungaráði líst vel á fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi en vill þó benda á mikilvægi þess að hugað sé að aðgengi og gönguleiðum til og frá stoppistöðvum t.d. í kringum Birtu og Sölku og norðan Glerártorgs.

Öldungaráð - 44. fundur - 19.02.2025

Hallgrímur Gíslason fulltrúi EBAK lagði fram til samþykktar umsögn um nýtt leiðakerfi strætó og flutning á jöfnunarstöð.
Umsögn samþykkt og er vísað áfram til umhverfis og mannvirkjaráðs.