Öldungaráð

38. fundur 29. maí 2024 kl. 13:00 - 14:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hjálmar Pálsson formaður
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Hallgrímur Gíslason fulltrúi ebak
  • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála
Dagskrá
Brynjólfur Ingvarsson óháður mætti ekki til fundarins og boðaði ekki forföll.
Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir fulltrúi EBAK mætti ekki til fundarins og boðaði ekki forföll.

1.Öldungaráð - samþykkt

Málsnúmer 2018120115Vakta málsnúmer

Farið yfir samþykkt fyrir öldungaráð Akureyrarbæjar.

2.Starfsáætlun öldungaráðs

Málsnúmer 2022120098Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsáætlun öldungaráðs fyrir árið 2024.

3.Birta og Salka - félagsmiðstöðvar fólksins

Málsnúmer 2022020412Vakta málsnúmer

Umræður um stöðuna í Birtu og Sölku sumarið framundan og komandi vetur.
Hallgrímur Gíslason fulltrúi EBAK og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fulltrúi EBAK óska bókað:

Þjónusta við eldri borgara hefur verið í næstneðsta sæti hjá Akureyrarbæ í síðustu þjónustukönnunum sem Gallup hefur gert fyrir sveitarfélögin. Fyrir því liggja margar ótilgreindar ástæður, nokkrar þeirra snúa tvímælalaust að félagsmiðstöðvunum.


Bærinn stendur öðrum sambærilegum sveitarfélögum langt að baki varðandi matarmál, þar er boðið upp á mat alla virka daga, en hér bara þrjá virka daga í viku.


Opnunartími miðstöðvanna hér var styttur nýlega þannig að það er bara opið til kl. 13 á föstudögum, en annars er þeim lokað kl. 15:45. Yfir sumarið hefur eingöngu verið opið til kl. 13 nema á miðvikudögum í Birtu.


Starfsmannaaðstaðan í Birtu er ólögleg og þarf að bæta þar úr hið fyrsta. Viðhaldi hefur ekki verið sinnt þar sem skyldi og er klóaklykt þar þegar gengið er inn í salinn sem þótti of lítill árið 2005, hvað þá nú þegar eldri borgurum hefur fjölgað mikið og á eftir að fjölga enn meira.


Kjallarinn í Sölku er óboðlegur undir félags- og tómstundastarf og var flutningur á hluta af starfsemi Punktsins úr Rósenborg upp í Víðilund á sínum tíma hæpin aðgerð.


Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga ber þeim að „tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi“. Því miður vantar mikið á það hjá Akureyrarbæ. Sérstaklega á það við um húsnæði undir starfsemina og mikla starfsmannaveltu.

4.Leiðakerfi strætisvagna, ferlibílar og frístundaakstur

Málsnúmer 2024010789Vakta málsnúmer

Hallgrímur Gíslason fulltrúi EBAK í öldungaráði kynnti niðurstöður úr frumkönnun vegna frístundaaksturs milli Birtu og Sölku.
Öldungaráð leggur áherslu á að farið verði af stað með tilraunaverkefni um akstur tvisvar í mánuði frá Sölku til Birtu, og til baka, næsta vetur til að gefa fleirum tækifæri til að sækja fræðsluerindi EBAK.

5.Staðan í heimahjúkrun 2024

Málsnúmer 2024051404Vakta málsnúmer

Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi HSN í öldungaráði sagði frá stöðunni í heimahjúkrun og áframhaldið.

Ljóst er að mögulegar þjónustuskerðingar verða í heimahjúkrun í sumar vegna manneklu.
Öldungaráð hvetur öflugt starfsfólk heimahjúkrunar til dáða og þakkar þeim góð störf við erfið skilyrði.

Fundi slitið - kl. 14:45.