Birta og Salka, félagsmiðstöðvar fólksins

Málsnúmer 2022020412

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 19. fundur - 23.02.2022

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs kynnti dagskrá Birtu og Sölku á vorönn 2022.

Eva Hrund Einarsdóttir formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs sat fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð þakkar kynninguna og lýsir ánægju með dagskrána. Ráðið telur að dagskrána eigi sífellt að þróa og gera það í samstarfi við Félag eldri borgara og með samhæfingu við félagsstarf þess. Gott væri einnig að leita eftir skoðunum og tillögum frá notendum.

Öldungaráð - 38. fundur - 29.05.2024

Umræður um stöðuna í Birtu og Sölku sumarið framundan og komandi vetur.
Hallgrímur Gíslason fulltrúi EBAK og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fulltrúi EBAK óska bókað:

Þjónusta við eldri borgara hefur verið í næstneðsta sæti hjá Akureyrarbæ í síðustu þjónustukönnunum sem Gallup hefur gert fyrir sveitarfélögin. Fyrir því liggja margar ótilgreindar ástæður, nokkrar þeirra snúa tvímælalaust að félagsmiðstöðvunum.


Bærinn stendur öðrum sambærilegum sveitarfélögum langt að baki varðandi matarmál, þar er boðið upp á mat alla virka daga, en hér bara þrjá virka daga í viku.


Opnunartími miðstöðvanna hér var styttur nýlega þannig að það er bara opið til kl. 13 á föstudögum, en annars er þeim lokað kl. 15:45. Yfir sumarið hefur eingöngu verið opið til kl. 13 nema á miðvikudögum í Birtu.


Starfsmannaaðstaðan í Birtu er ólögleg og þarf að bæta þar úr hið fyrsta. Viðhaldi hefur ekki verið sinnt þar sem skyldi og er klóaklykt þar þegar gengið er inn í salinn sem þótti of lítill árið 2005, hvað þá nú þegar eldri borgurum hefur fjölgað mikið og á eftir að fjölga enn meira.


Kjallarinn í Sölku er óboðlegur undir félags- og tómstundastarf og var flutningur á hluta af starfsemi Punktsins úr Rósenborg upp í Víðilund á sínum tíma hæpin aðgerð.


Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga ber þeim að „tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi“. Því miður vantar mikið á það hjá Akureyrarbæ. Sérstaklega á það við um húsnæði undir starfsemina og mikla starfsmannaveltu.