Öldungaráð

20. fundur 29. apríl 2022 kl. 13:00 - 14:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson Forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu innleiðingar aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara sem og næstu skref við vinnu aðgerðaáætlunarinnar.
Öldungaráð lýsir ánægju með það sem þegar hefur verið gert og það sem er í vinnslu. Mörg atriði aðgerðaáætlunar eru hins vegar þegar orðin á eftir tímamörkum. Öldungaráð skorar á bæjarstjórn og ábyrgðaraðila einstakra þátta í aðgerðaáætluninni að koma málum í undirbúning og framkvæmd og hafa samráð og samvinnu frá upphafi við tilgreinda samstarfsaðila.

Ráðið ítrekar bókun frá síðasta fundi um að hefja þegar undirbúning næsta áfanga áætlunarinnar. Að öðrum kosti getur mikilvæg stefnumótun dregist úr hófi.

2.Ályktanir aðalfundar EBAK 2022

Málsnúmer 2022042708Vakta málsnúmer

Hjálagðar tvær ályktanir sem samþykktar voru samhljóða á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri, sem haldinn var í Birtu, Bugðusíðu 1, þriðjudaginn 29. mars 2022.

Óskað er eftir að hlutaðeigandi hefji sem fyrst vinnu við framkvæmd þeirra atriða sem þegar eru á eftir áætlun í aðgerðaáætluninni og undirbúi framhaldið áður en næsta bæjarstjórn tekur til starfa.

Einnig er óskað eftir að bæjaryfirvöld fari að huga í fullri alvöru að húsnæði sem gerir bæði félaginu og Akureyrarbæ kleift að sinna félags- og tómstundastarfi eldra fólk sem skyldi.
Vegna ályktunar um aðgerðaáætlun er vísað til bókunar við fyrsta lið. Varðandi húsnæðismál beinir öldungaráð því til nýrrar bæjarstjórnar að meta þörf á húsnæði fyrir félagsmiðstöðvar fólksins og starf Félags eldri borgara og taka upp viðræður við félagið um húsnæðismál þess.

3.Gjaldskylda á bílastæðum í miðbænum

Málsnúmer 2022042710Vakta málsnúmer

Tekin hefur verið upp gjaldskylda á bílastæðum í miðbænum aftur. Innleiðing gjaldskyldunnar hefur verið töluvert í umræðunni hjá eldra fólki.
Öldungaráð lýsir yfir mikilli óánægju með að hafa ekki fengið þetta mál til umsagnar áður en það var afgreitt í bæjarstjórn. Margt eldra fólk er óöruggt og telur sér illa fært að greiða fyrir bílastæði við núverandi aðstæður. Öldungaráð hvetur til að leitað verði leiða til að að bæta úr þessari stöðu t.d. með fjölgun mæla og/eða að fólk geti sótt um sérstök bílastæðakort.

4.Þróunarverkefni um mælaborð - líðan og velferð aldraðra

Málsnúmer 2020100527Vakta málsnúmer

Síðari hluta árs 2020 var ákveðið að hefja vinnu við gerð mælaborðs á líðan og velferð aldraðra á Akureyri og var samningur milli félagsmálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um kaup á þjónustu vegna fyrsta hluta þróunarverkefnis um slíkt mælaborð undirritaður.
Öldungaráð ítrekar það sem kom fram í fyrri bókun um málið, að þessi vinna getur nýst við stefnumótun, en bæta þarf við könnunum og upplýsingum og halda þeim síðan við. Vinna sem unnin var við þetta verkefni mun vera í eigu Akureyrarbæjar og ráðuneytis.

5.Hvatning til framboða til sveitarstjórnarkosninga

Málsnúmer 2022042817Vakta málsnúmer

Hvatning til framboða til sveitarstjórnarkosninga.
Öldungaráð hvetur framboð til sveitarstjórnar að leggja áherslu á málefni eldra fólks og þjónustu við það. Ráðið skorar á nýja bæjarstjórn að vinna vel að þessum málum, bæta yfirsýn og virða lögbundna samvinnu og samráð við öldungaráð.

Fundi slitið - kl. 14:15.