Hjálagðar tvær ályktanir sem samþykktar voru samhljóða á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri, sem haldinn var í Birtu, Bugðusíðu 1, þriðjudaginn 29. mars 2022.
Óskað er eftir að hlutaðeigandi hefji sem fyrst vinnu við framkvæmd þeirra atriða sem þegar eru á eftir áætlun í aðgerðaáætluninni og undirbúi framhaldið áður en næsta bæjarstjórn tekur til starfa.
Einnig er óskað eftir að bæjaryfirvöld fari að huga í fullri alvöru að húsnæði sem gerir bæði félaginu og Akureyrarbæ kleift að sinna félags- og tómstundastarfi eldra fólk sem skyldi.