Umhverfis- og mannvirkjaráð

148. fundur 17. október 2023 kl. 11:30 - 15:37 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Einar Þór Gunnlaugsson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Þórhallur Harðarson D-lista og varamaður hans boðuðu forföll.
Einar Þór Gunnlaugsson M-lista mætti í forföllum Ingu Dísar Sigurðardóttur.

1.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2023081139Vakta málsnúmer

Lagðar fram fjárhagsáætlanir, stöðuskýrslur og starfsáætlanir fyrir Slökkvilið Akureyrar, Hlíðarfjall, Bifreiðastæðasjóð Akureyrar, Umhverfis- og úrgangsmál, Fasteignir Akureyrarbæjar, Leiguíbúðir Akureyrar, Götur og stíga, Skrifstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs, Umhverfismiðstöð og Strætisvagna Akureyrar.
Andri Teitsson L-lista og Einar Þór Gunnlaugsson M-lista samþykkja starfs- og fjárhagsáætlanir fyrir sitt leyti og vísa þeim til afgreiðslu í bæjarráði.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista sitja hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista óska bókað:

Framkvæmdaáætlun liggur ekki fyrir og starfs- og fjárhagsáætlanir eru ekki fullgerðar í einhverjum tilfellum. Þess utan hefur ekki verið samþykkt aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum og því erfitt að átta sig á því hvaða verkefnum á að sinna á næsta ári. Þar af leiðandi er varla hægt að taka afstöðu til starfs- og fjárhagsáætlana þegar heildarmyndin liggur enn ekki fyrir.

Fundi slitið - kl. 15:37.