Skipulagsráð

398. fundur 15. mars 2023 kl. 08:15 - 10:28 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Græni trefillinn - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023030017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2023 þar sem Ingvar Ívarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um stækkun skógræktar- og landgræðslusvæðis SL7 (Græni trefillinn). Stækkunin telur 15 ha og nær til svæðis sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem óbyggt svæði.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð telur mikilvægt að hugað verði að samspili Græna trefilsins og framtíðarbyggingarlandi sveitarfélagsins. Er skipulagsfulltrúa falið að ræða við umhverfis- og mannvirkjasvið um nánari útfærslu tillögunnar.

2.Gránufélagsgata 22 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023010527Vakta málsnúmer

Auglýsingu eftir þróunaraðila til uppbyggingar á lóðinni Gránufélagsgötu 22 lauk þann 22. febrúar sl.

Engar umsóknir bárust.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við Minjastofnun Íslands um framhald málsins.

3.Norðurgata 5-7 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023010529Vakta málsnúmer

Auglýsingu eftir þróunaraðila til uppbyggingar á lóðinni Norðurgötu 5-7 lauk þann 22. febrúar sl.

Þrjár tillögur bárust, allar frá einum og sama aðila.
Skipulagsráð samþykkir að gengið verði til samninga við umsækjanda um uppbyggingu á lóðinni.

4.Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030521Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála varðandi lóðir nr. 1 og 3 við Hofsbót.
Meirihluti skipulagsráðs felur skipulagsfulltrúa að vinna að undirbúningi auglýsingar lóðanna við fyrsta tækifæri.


Jón Hjaltason óflokksbundinn greiðir atkvæði gegn bókun skipulagsráðs og óskar bókað eftirfarandi:

Áformað er að byggja á öllum BSO-reitnum, norðan frá Strandgötu og suður að Kaupvangsstræti á milli Glerárgötu og Skipagötu. Í dag eru þarna aðalbílastæði miðbæjar Akureyrar. Vandséð er hvernig á að bregðast við þeim vanda sem skapast þegar umrædd bílastæði hverfa undir steinsteypu.

Hugmyndir um byggingar á lóðum nr. 1 og 3 við Hofsbót segja til um framhaldið. Þétt byggð og háreist, byggingar sem skaga jafnvel 14 m upp í loftið.

Byggja á þétt að einni umferðarþyngstu götu bæjarins og teppa þar umferð með þrengingu á Glerárgötu sem leiðir af sér enn aukna mengun; í lofti vegna bíla í hægagangi og í sálum bílstjóra sem komast illa leiðar sinnar.

Þetta er öfugþróun sem hér er eindregið varað við. Vítin eru til að varast þau. Háreistir miðbæir á Íslandi hafa sýnt sig að vera á rangri breiddargráðu. Fylgifiskar þeirra eru kaldir skuggar, napur vindur og fólksflótti.


Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista óska bókað eftirfarandi:

Mikilvægt er að hefja uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri þar sem hjarta bæjarins yrði ekki bílastæði heldur atvinnu- og mannlíf á sama tíma og tryggðar verði eðlilegar lausnir fyrir geymslu bíla, t.d. með bílastæðakjallara.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista leggja jafnframt fram eftirfarandi:

Heppilegra hefði þó verið að ná enn betri tengingu milli miðbæjar og hafnarsvæðisins, sem skorin er í sundur með fjórum akgreinum.

5.Goðanes 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023030001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2023 þar sem BB byggingar ehf. sækja um lóð nr. 3 við Goðanes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Goðanes 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023030400Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2023 þar sem P3 fasteignir ehf. sækja um lóð nr. 3 við Goðanes.

Meðfylgjandi eru greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni hefur þegar verið úthlutað á grundvelli gr. 2.2.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Sjá fundarlið 5 hér að framan.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Hulduholt 14-16 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023021335Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2023 þar sem Katla ehf. byggingarfélag sækir um lóð nr. 14-16 við Hulduholt.

Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Sjafnarnes - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð

Málsnúmer 2023030518Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2023 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í hluta Sjafnarness.

Meðfylgjandi eru greinargerð og uppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Hlíðarfjallsvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsmön

Málsnúmer 2023030531Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2023 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð jarðvegsmana við Hlíðarfjallsveg.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Glerárgata - umsókn um skilti

Málsnúmer 2023030480Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2023 þar sem Reimar Helgason f.h. Íþróttafélagsins Þórs sækir um leyfi fyrir auglýsingaskilti við Glerárgötu. Um er að ræða ljósaskilti, 28,4 m² á 8,3 m háu stálmastri.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

11.Dalvíkurlína 2 - umsagnarbeiðni frá Hörgársveit

Málsnúmer 2022100587Vakta málsnúmer

Erindi Hörgársveitar dagsett 7. mars 2023 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2, göngu- og hjólastíga og reiðleiða.

Umsagnarfrestur er veittur til 16. mars nk.
Akureyrarbær bendir á að erfitt er að átta sig á legu Dalvíkurlínu 2 út frá framsetningu á skipulagsuppdrætti.

Gerð er athugasemd við að sú lega Dalvíkurlínu 2 innan sveitarfélagamarka Akureyrar sem sýnd er á tillöguuppdrætti samræmist ekki þeim gögnum sem Landsnet hefur lagt fram til sveitarfélagsins. Endanleg lega Dalvíkurlínu 2 innan Akureyrarbæjar hefur ekki verið staðfest af hálfu Landsnets við skipulagsyfirvöld sveitarfélagsins.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar, dagsett 2. mars 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 906. fundar, dagsett 9. mars 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:28.