Ósk um endurnýjun samnings

Málsnúmer 2023011355

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 26. fundur - 27.02.2023

Ísak Már Jóhannesson fulltrúi S-lista vék af fundi kl. 14:45
Bréf dagsett 24. janúar 2023 frá Hollvinafélagi Húna II þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings við Akureyrarbæ.


Áheyrnafulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni skrifstofu að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 29. fundur - 03.04.2023

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Hollvinafélag Húna II.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra að skrifa undir.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 53. fundur - 27.05.2024

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslu- og lýðheilsusviði kynnti beiðni frá Hollvinafélagi Húna II um endurnýjun á samningi við Akureyrarbæ. Hollvinafélagið óskar eftir að hækka framlagið úr 4 m.kr. árlega í 5 m.kr. eins og áður var.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan samning við Hollvinafélag Húna II.