Fræðsla fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2020120160

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 12. fundur - 09.12.2020

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs kom með fræðslu um fundarsköp.

Ungmennaráð hefur setið fræðslu um fundarsköp.

Ungmennaráð - 14. fundur - 11.02.2021

Stjórnsýsla Akureyrarbæjar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifstofustjóri samfélagssviðs kynnti stjórnsýslu Akureyrarbæjar.
Ungmennaráð þakkar Bryndísi Elfu fyrir góða kynningu.

Ungmennaráð - 14. fundur - 11.02.2021

Ungt fólk R&G.
Kynningu frestað.

Ungmennaráð - 26. fundur - 13.04.2022

Hópefli, hlutverk, verkefni og hagnýt atriði fyrir ungmennaráð.
Fræðsla, umræður og samvinna um hlutverk og verkefni ungmennaráðs.

Ungmennaráð - 26. fundur - 13.04.2022

Verkefnisstjóra barnvæns sveitarfélags falið að hafa samband við öldungaráð með samráð og samvinnu við ungmennaráð í huga.


Verkefnisstjóra barnvæns sveitarfélag falið að leita eftir tölulegum upplýsingum um fjölda barna á Akureyri með annað móðurmál en íslensku og börn með flóttabakgrunn.


Umræða um þolpróf (Píp test) í grunnskólum bæjarins ásamt skyldusundi.


Ráðið lýsir áhuga á að kynnast og fara í ferð út fyrir landsteinana t.d. í gegnum verkefni eins og Evrópu unga fólksins.


Ráðið bókar sérstaklega að óska eftir fundi með Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra um framtíðarsýn hans um stöðu barna á Íslandi, verkefnið barnvænt Ísland og frekari möguleika á samstarfi hans og ráðsins m.t.t. farsældar barna. Verkefnisstjóra barnvæns sveitarfélags falið að senda ráðherra erindi.

Ungmennaráð - 27. fundur - 04.05.2022

Tveir fulltrúar ungmennaráðs munu dæma á Fiðringi í Hofi 5. maí nk.

Tveir fulltrúar ungmennaráðs fara með verkefnisstjóra barnvæns sveitarfélags og starfsmanni ungmennaráðs til Úteyjar í Noregi 30. maí - 4. júní nk. á tengslaviðburð Erasmus.

Fyrirhugaður er fundur ungmennaráðs með Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra 10. maí nk.

Ungmennaráð - 30. fundur - 14.09.2022

Kynntar voru niðurstöður skýrslu UNICEF sem heitir "Þátttökumatstæki ungmennaráða". Ungmennaráð er að mati UNICEF að vinna gott innra starf en tækifæri til betrumbóta liggja hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins. Niðurstöðurnar verða sendar bæjarstjórn til upplýsinga og umfjöllunar.
Ungmennaráð bókar sérstaklega hvatningu til nefnda og ráðamanna bæjarins til að auka samráð og bæta eftirfylgni málefna sem varða hagmunamál barna innan bæjarfélagsins. Tryggja þarf betur merkingarbæra þátttöku barna.

Ungmennaráð - 30. fundur - 14.09.2022

Karen Nóadóttir nýr verkefnisstjóri barnvæns sveitarfélags á Akureyri kynnti sig fyrir ráðinu.


Farið var yfir stöðuna á rafænum gátlistum fyrir ráð bæjarins sem eru í vinnslu. Gátlistarnir eru leiðarvísar að hagsmunamati fyrir sveitarfélagið þegar kemur að ákvörðunum sem hafa áhrif á börn.


Farið var yfir fyrirkomulag kosninga í ráðið sem ljúka þarf fyrir 1. nóvember.


Farið var yfir fyrirhugaðar breytingar á staðsetingu forvarna- og frístundadeildar sem tilkynntar voru starfsfólki í síðustu viku.
Ungmennaráð bókar að óska eftir upplýsingum frá bæjarstjórn um fyrirhugaðar breytingar á starfsaðstöðu forvarna- og frístundadeildar. Óskað er sérstaklega eftir hvernig staðið var að barnvænu hagsmunamati við þessa ákvörðun.