Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer
Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:
Athugasemdafresti við kynningu á tillögum að breyttum lokunartíma þess hluta Hafnarstrætis sem kallast Göngugata lauk þann 22. apríl sl. Kynntir voru eftirfarandi valkostir:
1. Lokun götunnar alla daga í júní, júlí og ágúst frá kl. 11-19.
2. Lokun götunnar frá kl. 11-19 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í júní, alla daga í júlí og fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í ágúst.
Fjórar athugasemdir bárust.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglum um tímabundnar lokanir gatna verði breytt með þeim hætti að lokunartími gatna miðist við tillögu 2.
Orri Kristjánsson S-lista og Arnfríður Kjartansdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja til við bæjarstjórn að verða við tillögu 1.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu að breyttum reglum. Auk hans tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson