Bæjarstjórn

3511. fundur 10. maí 2022 kl. 16:00 - 17:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnar Gíslason
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022031238Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. maí 2022:

Lögð voru fram drög að endurskoðuðum reglum um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti reglurnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Móahverfi - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110179Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar lauk þann 26. apríl sl. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar.

3.Móahverfi - deiliskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Móahverfi sem auglýst var samhliða breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar. Auglýsingu lauk þann 26. apríl sl. Fjórar athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Hörgársveit.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að forhönnun helstu gatna innan skipulagssvæðisins og er meðfylgjandi minnisblað þar sem tilgreindar eru nokkrar breytingar sem mælt er með að verði gerðar á deiliskipulaginu. Þá eru meðfylgjandi þrjár útfærslur af deiliskipulagsuppdrætti sem sýna umræddar breytingar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Móahverfis með breytingum sem tilgreindar eru í meðfylgjandi minnisblaði. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum sem lögð verður fram við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.

Þórhallur Jónsson kynnti tillöguna. Auk þess tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hlynur Jóhannsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi Móahverfis.

4.Sunnuhlíð 12 - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2022010984Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Kynningu deiliskipulagstillögu á vinnslustigi lauk þann 13. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Orri Kristjánsson S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Heimir Haraldsson S-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Hilda Jana og Heimir véku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson kynnti tillöguna. Auk hans tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi Sunnuhlíðar 12.

5.Blöndulína 3 - beiðni um umsögn vegna umhverfismats

Málsnúmer 2020060983Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn um umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér byggingu á um 100 km langri 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að umsögn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið og lagði fram tillögu að bókun. Auk hennar tók til máls Þórhallur Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að umsögn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Bæjarstjórn gerir athugasemd við að í umhverfismatsskýrslu séu áhrif loftlínu á vistgerðir, fuglalíf, hljóðvist, ásýnd og útsýnisupplifun mögulega vanmetin.

Tillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Reglur um lokun gatna - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Athugasemdafresti við kynningu á tillögum að breyttum lokunartíma þess hluta Hafnarstrætis sem kallast Göngugata lauk þann 22. apríl sl. Kynntir voru eftirfarandi valkostir:

1. Lokun götunnar alla daga í júní, júlí og ágúst frá kl. 11-19.

2. Lokun götunnar frá kl. 11-19 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í júní, alla daga í júlí og fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í ágúst.

Fjórar athugasemdir bárust.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglum um tímabundnar lokanir gatna verði breytt með þeim hætti að lokunartími gatna miðist við tillögu 2.

Orri Kristjánsson S-lista og Arnfríður Kjartansdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja til við bæjarstjórn að verða við tillögu 1.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu að breyttum reglum. Auk hans tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs um að gatan verði lokuð frá kl. 11-19 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í júní, alla daga í júlí og fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í ágúst.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Heimir Haraldsson S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá og óska bókað:

Við hefðum frekar kosið að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali gengur undir nafninu göngugatan yrði göngugata a.m.k. yfir sumarmánuðina.

7.Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundir 2021

Málsnúmer 2021120443Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Lagt fram erindi Þrastar Friðfinssonar dagsett 29. desember 2021 f.h. svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar varðandi breytingar á starfsreglum nefndarinnar. Er lagt til að reglunum verði breytt á þann veg að hvert sveitarfélag eigi einn fulltrúa í nefndinni í stað tveggja og að laun formanns verði hálf laun formanns í stóru ráði hjá Akureyrarbæ.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingum á starfsreglum Svæðisskipulagsnefndar verði samþykktar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á starfsreglum Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar.

8.Listaverkakaup

Málsnúmer 2006090067Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. maí 2022:

Lögð fram drög að samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 28. apríl sl. og var starfsfólki þá falið að vinna áfram að samþykktinni og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti samþykktina. Auk hennar tók til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar.

9.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2020110192Vakta málsnúmer

Lögð fram ný umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030.

Andri Teitsson kynnti stefnuna. Auk hans tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða umhverfis- og loftslagsstefnu með 11 samhljóða atkvæðum.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2022010392Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum á yfirstandandi kjörtímabili.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 22. og 28. apríl og 5. maí 2022
Bæjarráð 28. apríl og 5. maí 2022
Fræðslu- og lýðheilsuráð 25. apríl 2022
Skipulagsráð 4. maí 2022

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:20.