Bæjarráð

3700. fundur 08. október 2020 kl. 08:15 - 11:43 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Kynnt staða vinnu við sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við stýrihóp um íbúasamráð að koma með tillögur að íbúasamráði við gerð fjárhagsáætlunar, í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 15.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 15 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnframlag 2018-2019

Málsnúmer 2018110037Vakta málsnúmer

Akureyrarbær og Bjarg íbúðafélag gerðu með sér viljayfirlýsingu, dagsetta 23. nóvember 2017, um uppbyggingu leiguíbúða á Akureyri og um greiðslu stofnframlags bæjarins. Í viljayfirlýsingunni fólst meðal annars skilyrði um að fjölskyldusvið Akureyrarbæjar hefði að jafnaði ráðstöfunarrétt á 20% íbúðanna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að falla frá skilyrðinu um ráðstöfunarrétt og heimilar Bjargi íbúaðafélagi útleigu allra íbúðanna.

5.Leiga á Skjaldarvík - erindi vegna leigusamnings og leigufjárhæða 2020 og 2021

Málsnúmer 2020100133Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2020 þar sem Ólafur Aðalgeirsson og Bryndís Óskarsdóttir f.h. Concept ehf. óska eftir að gengið verði frá fyrirliggjandi drögum að samningi um framhald leigu Concept ehf. á húseignum í Skjaldarvík og lögð til breytt nálgun á leigufjárhæðir v. 2020 og 2021 sökum aðstæðna í ferðaþjónustu vegna COVID-19.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

6.Fjárhagsáætlun 2021 - 121 stjórnsýslusvið og fjársýslusvið

Málsnúmer 2020100124Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 121 - stjórnsýslusvið og fjársýslusvið.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020010349Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 1. október 2020.
Bæjarráð vísar lið 1 til skipulagssviðs og heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra og lið 2 til skipulagssviðs.

8.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2020

Málsnúmer 2020100140Vakta málsnúmer

Rætt um breytingar á bæjarmálasamþykkt.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að undirbúa breytingar á bæjarmálasamþykkt og leggja tillögur þess efnis fyrir bæjarráð.

9.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2017-2020

Málsnúmer 2017010127Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 119. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 24. september 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar fundargerðinni til skipulagsráðs.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 887. og 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsettar 25. september 2020 og 29. september 2020.

Fundargerðirnar má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Fundi slitið - kl. 11:43.