Fræðsluráð

32. fundur 15. júní 2020 kl. 13:30 - 16:00 Síðuskóli
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Erna Rós Ingvarsdóttir fundarritari
  • Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Atli Þór Ragnarsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Bryndís Valgarðsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
  • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Ragnheiður Ásta Einarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Reglur um leikskólaþjónustu

Málsnúmer 2018020315Vakta málsnúmer

Endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu lagðar fram til afgreiðslu.
Meirihluti fræðsluráðs staðfestir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.

2.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Staðan á vinnu við endurskoðun á þjónustu við barnafjölskyldur lögð fram til kynningar.

3.Lundarskóli - Rósenborg

Málsnúmer 2020060185Vakta málsnúmer

Minnisblað um flutning skólastarfs 7.-10. bekkjar Lundarskóla í Rósenborg lagt fram til kynningar.
Meirihluti fræðsluráðs staðfestir ósk um flutning skólastarfs 7. - 10. bekkjar Lundarskóla í Rósenborg á meðan unnið er að endurbótum í Lundarskóla.

Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá.

4.Lundarskóli - loftgæði - LUSK

Málsnúmer 2020020505Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað frá UMSA og skýrsla frá Mannviti um fyrirhugaðar aðgerðir í Lundarskóla vegna endurbóta.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.
Meirihluti fræðsluráðs óskar eftir að farið verði í gagngerar endurbætur við Lundarskóla auk stækkunar á matsal og frágangi á lóð. Auk þess leggur fræðsluráð áherslu á að hugað verði að hönnun og byggingu leikskóla við Lundarskóla í framtíðinni. Í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs. Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Rósa Njálsdóttir M-lista sat hjá.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.

5.Starfsáætlun fræðslusviðs 2021

Málsnúmer 2020050172Vakta málsnúmer

Fyrstu drög að starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.

6.Rekstur fræðslumála 2020

Málsnúmer 2020010575Vakta málsnúmer

Rekstrarstaða fræðslumála fyrir tímabilið janúar til maí 2020 lögð fram til kynningar.

7.Breytingar á útreikningi húsaleigu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2020060261Vakta málsnúmer

Minnisblað um breytingar á útreikningi húsaleigu íþróttamannvirkja lagt fram til kynningar.

Kristín Baldvinsdóttir, verkefnastjóri á fjársýslusviði, sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.

8.Skólaheimsóknir fræðsluráðs 2019-2022

Málsnúmer 2019110081Vakta málsnúmer

Skólastjóri Síðuskóla, Ólöf Inga Andrésdóttir, kynnti starf skólans.

Fundi slitið - kl. 16:00.