Fræðsluráð

41. fundur 16. nóvember 2020 kl. 13:30 - 15:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Valgerður S Bjarnadóttir
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
  • Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Erla Rán Kjartansdóttir varamaður grunnskólakennara
  • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
  • Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Sindri Kristjánsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Valgerður S Bjarnadóttir S-lista mætti í forföllum Þorláks Axels Jónssonar.
Erla Rán Kjartansdóttir varamaður grunnskólakennara mætti í forföllum Hönnu Dóru Markúsdóttur.

1.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra komu á fundinn og gerðu grein fyrir vinnu við sameiningu búsetu- og fjölskyldusviðs í velferðarsvið.


Lagt fram til kynningar.

2.Viðbragðsáætlun og aðgerðir á fræðslusviði

Málsnúmer 2020030390Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu sóttvarnaaðgerða í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og tónlistarskólanum.
Lagt fram til kynningar.

3.Skólavogin 2020

Málsnúmer 2020030391Vakta málsnúmer

Gerð var grein fyrir niðurstöðum úr Skólavoginni árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsáætlanir grunnskóla 2020-2021

Málsnúmer 2020110097Vakta málsnúmer

Starfsáætlanir grunnskóla Akureyrarbæjar fyrir skólaárið 2020-2021 voru lagðar fram.
Fræðsluráð staðfestir framlagðar starfsáætlanir grunnskóla Akureyrarbæjar.

5.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum - endurskoðun

Málsnúmer 2013080186Vakta málsnúmer

Endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum voru lagðar fram til staðfestingar. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum vegna aukinna niðurgreiðslna og niðurgreiðslu 8. tímans þar sem horft er til breytinga á reglunum samhliða lengingu fæðingarorlofs í 10 mánuði frá 1. janúar 2020 og svo í 12 mánuði frá 1. janúar 2021.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:00.