Austursíða 2 - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2019030021

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Erindi dagsett 28. febrúar 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Reita iðnaðar ehf., kt. 530117-0570, óskar eftir breytingu á skilgreiningu lóðarinnar Austursíðu 2 úr athafnalóð í blandaða notkun fyrir íbúðir og þjónustu. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna þrjár mismunandi útfærslur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðinni sem eru með 86, 105 og 135 íbúðir. Lóðin er um 4 ha að stærð og í dag er þar 9.000 m² athafnahúsnæði (Sjafnarhúsið). Ekki er gert ráð fyrir breytingu á núverandi húsnæði í fyrirliggjandi tillögum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lagt fram erindi Ingólfs F. Guðmundssonar hjá Kollgátu dagsett 15. júlí 2019, f.h. Reita - iðnaðar, kt. 530117-0570, þar sem óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar verði breytt úr athafnasvæði í íbúðasvæði og að samhliða verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Kynning lóðarhafa féll niður vegna forfalla.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til kynning lóðarhafa hefur farið fram.

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Lagt fram að nýju erindi Ingólfs F. Guðmundssonar hjá Kollgátu dagsett 15. júlí 2019, f.h. Reita - iðnaðar, kt. 530117-0570, þar sem óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar Austursíðu 2 verði breytt úr athafnasvæði í íbúðasvæði og að samhliða verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Ingólfur kynnti erindið en Andri Þór Arinbjarnarson og Halldór Jensson frá Reitum - iðnaði sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar gestunum fyrir kynninguna.

Frestað.

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Lagt fram að nýju erindi Ingólfs F. Guðmundssonar hjá Kollgátu dagsett 15. júlí 2019 f.h. Reita - iðnaðar, kt. 530117-0570, þar sem óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar Austursíðu 2 verði breytt úr athafnasvæði í íbúðarsvæði og að samhliða verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 28. ágúst og 11. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir ekki að breyta landnotkun lóðarinnar Austursíðu 2 úr athafnasvæði í íbúðarsvæði . Að mati ráðsins hentar svæðið ekki til uppbyggingar íbúðabyggðar þar sem lóðin er nú þegar hluti af heildstæðu athafnasvæði sem afmarkast af þjóðvegi með mikilli umferð að norðanverðu, athafnasvæði að austan- og vestanverðu, og götunni Austursíðu sem er aðkomuvegur að athafnasvæðinu að sunnanverðu.