Bæjarráð

3642. fundur 13. júní 2019 kl. 08:15 - 10:34 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - samráð ungmennaráðs og bæjarráðs

Málsnúmer 2019060028Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs og þau verkefni sem lúta að ungmennum.

Þura Björgvinsdóttir og Gunnborg Petra Jóhannsdóttir fulltrúar ungmennaráðs ásamt Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur starfsmanni ráðsins mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna.

2.Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra 2019

Málsnúmer 2019060146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2019 þar sem Helga María Pétursdóttir framkvæmdastjóri Eyþings greinir frá áformum stjórnar Eyþings um að halda viðburð ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað er eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing.

Þura Björgvinsdóttir og Gunnborg Petra Jóhannsdóttir fulltrúar ungmennaráðs ásamt Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur starfsmanni ráðsins sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari umfjöllunar í frístundaráði og ungmennaráði.

3.Reykir og Reykir 2 - sala á jörðum

Málsnúmer 2019030143Vakta málsnúmer

Lögð fram afsöl vegna sölu Akureyrarbæjar á jörðinni Reykjum í Fnjóskadal, Þingeyjarsveit, landeignanúmer L153316 annars vegar og fasteignum á 3,7 ha. lóð að Reykjum I með landeignanúmer L220149 ásamt tilheyrandi lóðarréttindum hins vegar, til Norðurorku hf.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að selja jörðina Reyki í Fnjóskadal til Norðurorku hf. og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

4.Árholt - endurbætur

Málsnúmer 2019050405Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 7. júní 2019:

Lagður fram áætlaður kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á Árholti svo starfsemi ungbarnaleikskóla geti hafist þar 1. september 2019.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að farið verði í framkvæmdirnar og óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20 milljónir.

Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég hafna því að óskað sé eftir viðauka og tel að fræðsluráð eigi að sækja um viðauka vegna framkvæmda sem fræðsluráð óskar eftir og eru ekki inni á framkvæmdaáætlun. Enda sé ekki svigrúm fyrir framkvæmdinni með tilfærslum innan fjárhagsáætlunar umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir beiðni meirihluta umhverfis- og mannvirkjaráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð 20 milljónir króna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara yfir vinnureglur um viðaukabeiðnir með sviðsstjórum.

Gunnar Gíslason D-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Umhverfis- og mannvirkjasvið gjaldskrár 2019

Málsnúmer 2018090053Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir ráðið til samþykktar gjaldskrár Umhverfismiðstöðvar, malbikunarstöðvar og ræktunarstöðvar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs um útselda þjónustu innan bæjarkerfisins með 5 samhljóða atkvæðum. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að allar gjaldskrár liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni.

6.Öryrkjabandalag Íslands - aðgengi að salernum fyrir fatlað fólk á Akureyri

Málsnúmer 2019060050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2019 frá Stefáni Vilbergssyni fyrir hönd ÖBÍ, þar sem bæjarstjórn Akureyrarbæjar er hvött til að taka upp erindi Gunnars Magnússonar um salernisþjónustu við Hafnarstræti, dagsett 30. apríl 2019, að nýju og fela notendaráði Akureyrarbæjar að veita álit á stöðu salernismála.
Bæjarráð hafnar ósk Öryrkjabandalagsins um endurupptöku á beiðni Gunnars Magnússonar um styrk til að setja upp almenningssalerni. Jafnframt óskar bæjarráð eftir mati samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á aðgengi fatlaðs fólks að almenningssalernum í miðbæ Akureyrar.

7.Öldungaráð - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019050503Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð öldungaráðs dagsett 27. maí 2019.

Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/oldungarad-local

8.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 125. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 9. maí 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

9.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir

Málsnúmer 2019020406Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra: fundargerð 206. fundar dagsett 14. mars 2019, fundargerð 207. fundar dagsett 16. apríl 2019 og fundargerð 208. fundar dagsett 28. maí 2019.

Fundargerðir nefndarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.hne.is/is/fundargerdir

Jafnframt lagður fram til kynningar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2018.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010399Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 29. maí 2019.

Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

11.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2019

Málsnúmer 2019020370Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir maí 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

12.Reglur um stefnur og stefnumarkandi áætlanir

Málsnúmer 2019060129Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um stefnur og stefnumarkandi áætlanir.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 10:34.