Bæjarráð

3727. fundur 20. maí 2021 kl. 08:15 - 11:33 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Stjórnsýslubreytingar 2021

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Rætt um skipulagsbreytingar.

Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafar hjá Strategíu ehf., Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hlynur Jóhannsson M-lista vék af fundi kl. 10:20.

2.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2021

Málsnúmer 2021050655Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þriggja mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Hofsbót 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021031834Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. maí 2021:

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðina Hofsbót 2.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að skilmálum með minniháttar lagfæringum. Leggur ráðið til að skilmálarnir verði samþykktir í bæjarráði og sviðsstjóra falið að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar Hofsbót 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðina Hofsbót 2 með minniháttar lagfæringum sem gerðar voru af skipulagsráði og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - yfirlit erinda 2018-2021

Málsnúmer 2021050641Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað forstöðumanns upplýsinga- og þjónustudeildar um erindi úr viðtalstímum bæjarfulltrúa á tímabilinu september 2018 til apríl 2021.

5.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 142. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 12. maí 2021.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

6.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir

Málsnúmer 2019020406Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsettar 3. mars 2021 og 5. maí 2021 ásamt ársreikningi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna ársins 2020.

7.Tillaga til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál

Málsnúmer 2021050583Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. maí 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1308.html

8.Frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál

Málsnúmer 2021050584Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. maí 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1011.html

Fundi slitið - kl. 11:33.