Skipulagsráð

314. fundur 24. apríl 2019 kl. 08:00 - 09:55 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson varaformaður
  • Grétar Ásgeirsson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar, Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur og Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

1.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 17. apríl 2019 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

2.Glerárskóli - aðalskipulagsbreyting vegna leikskólalóðar

Málsnúmer 2019010097Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun á lóð Glerárskóla, merkt S27, til vesturs að Drangshlíð. Er fyrirhugað að byggja nýjan leikskóla á þessu svæði sem m.a. hefur aðkomu frá Drangshlíð. Eru jafnframt lögð fram drög að deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. hefur verið afmarkaður byggingarreitur nýs leikskóla, gert ráð fyrir nýjum bílastæðum meðfram Drangshlíð, sýnd afmörkun leikskólasvæðis og fleira.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að kynna aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins.

3.Ásatún, spennistöð - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018100085Vakta málsnúmer

Erindi Lilju Filipusdóttur dagsett 26. mars 2019, f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis vegna færslu spennistöðvar frá Miðhúsabraut að Ásatúni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

4.Grímseyjargata 2 og Gránufélagsgata 51 - deiliskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2019040298Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Búvís ehf., kt. 590106-1270, og VN Fasteigna ehf., kt. 611107-0480, óskar eftir deiliskipulagsbreytingum fyrir lóðirnar Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51.

Óskað er eftir eftirtöldum breytingum fyrir lóð Grímseyjargötu 2:

1) Byggingareitur verði rýmkaður á lóðinni samkv. meðf. lóðarteikningu.

2) Hæð á langhlið hússins verði hækkuð í 7,0 m í stað 6,0 m - þakhalli verði óbreyttur.

3) Umferðarsvæði að austan verði 6,0 m að breidd í stað 12,0 m.

4) Nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,4 í stað 0,3.

5) Fjöldi almennra bílastæða verði 1 á hverja 100 m² í húsinu eða alls 12 bílastæði - stærri bílar verði með aðstöðu á athafnasvæði lóðarinnar.

6) Leyft verði að keyra beint inn á almenn bílastæði frá Grímseyjargötu.

7) Sameiginleg inn/útkeyrsla verði frá/út á Laufásgötu.

Óskað er eftir eftirtöldum breytingum fyrir lóð Gránufélagsgötu 51:

1) Byggingareitur verði rýmkaður á lóðinni samkv. meðf. lóðarteikningu.

2) Hæð á langhlið hússins verði hækkuð í 7,0 m í stað 6,0 m - þakhalli verði óbreyttur.

3) Umferðarsvæði að austan verði 6,0 m að breidd í stað 12,0 m.

4) Fjöldi almennra bílastæða verði 1 á hverja 100 m² í húsinu eða alls 9 bílastæði - stærri bílar verði með aðstöðu á athafnasvæði lóðarinnar.

5) Leyft verði að keyra beint inn á almenn bílastæði frá Gránufélagsgötu.

6) Sameiginleg inn/útkeyrsla verði frá/út á Laufásgötu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til umsögn Hafnasamlags Norðurlands liggur fyrir.

5.Miðhúsavegur 4 - lóðarstækkun

Málsnúmer 2019030022Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra Verkvals ehf., kt. 530887-1709, dagsett 25. mars 2019, þar sem óskað er eftir endurskoðun ákvörðunar skipulagsráðs frá 13. mars sl. um að hafna ósk um stækkun lóðarinnar Miðhúsavegur 4 um 30 m til austurs og heimildar til að byggja nýtt atvinnuhúsnæði á lóðinni. Er nú óskað eftir að lóðin verði stækkuð um 15 m til austurs í stað 30 m auk heimildar til byggingar á nýju atvinnuhúsnæði til að hýsa núverandi tækjakost fyrirtækisins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins milli funda.

6.Eyrarlandsvegur 31 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2019040294Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar óskar eftir heimild til eftirfarandi breytinga á deiliskipulagi lóðarinnar Eyrarlandsvegi 31:

- Heimilt verði að rífa núverandi hús.

- Nýbygging taki mið af útliti núverandi húss og falli inn í götumynd Eyrarlandsvegar 27-35.

- Byggingarmagn verði allt að 250 m².

- Heimilt verði að nýtt hús verði allt að 0,5 m hærra en núverandi hús.

- Að afmarkaður verði byggingarreitur í samræmi við nýja skilmála.

- Heimilt verði að gera bílastæði á lóð með aðkomu frá Barðstúni.

Meðfylgjandi eru gögn um ástandsmat hússins auk umsagnar Minjastofnunar.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að láta vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

7.Beykilundur 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2019040096Vakta málsnúmer

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 11. apríl 2019 óskaði byggingarfulltrúi eftir umsögn skipulagsráðs um erindi dagsett 3. apríl 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hildigunnar Rutar Jónsdóttur sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við hús nr. 11 við Beykilund.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða stækkun og samþykkir að grenndarkynna erindið. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

8.Hafnarstræti 80 - umsókn um frest

Málsnúmer 2013010305Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sverris Gestssonar dagsett 12. apríl 2019, fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til þess að taka ákvörðun um framkvæmdir á lóðinni Hafnarstræti 80 til 30. mars 2020 og til 30. maí 2020 til þess að hefja framkvæmdir. Á fundi skipulagsráðs 13. mars 2019 var samþykkt að veita frest til framkvæmda til 1. maí 2019.
Þórhallur Jónsson D-lista leggur til að Norðurbrú ehf. verði ekki veittur frekari frestur en þegar hefur verið gert og lóðin verði auglýst að nýju með upphaflegum skilmálum um bílakjallara. Norðurbrú ehf. er þá frjálst að sækja um að nýju ásamt öðrum áhugasömum aðilum.

Tillagan var borinn upp til atkvæða en felld með þremur atkvæðum gegn einu. Ólafur Kjartanssons V-lista sat hjá.


Skipulagsráð samþykkir að veita ekki frekari frest á framkvæmdum á lóðinni.

9.Geirþrúðarhagi 1 - umsókn um framlengingu á byggingarfresti

Málsnúmer 2018030367Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Haraldar Árnasonar dagsett 8. apríl 2019, f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, þar sem óskað er eftir framlengingu á byggingarfresti til að hefja framkvæmdir á lóðinni Geirþrúðarhagi 1 til 1. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. september 2019.

10.Geirþrúðarhagi 6 - umsókn um framlengingu á byggingarfresti

Málsnúmer 2016120154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á lóð nr. 6 við Geirþrúðarhaga, til 1. júlí 2019.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. júlí 2019.

11.Týsnes - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð

Málsnúmer 2019040181Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2019 þar sem Tómas Björn Hauksson, fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, og Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og lögnum við Týsnes, C-áfanga Nesjahverfis. Meðfylgjandi er verklýsing og útboðsteikningar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við gatnagerð og lagnir við Týsnes, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 717. fundar, dagsett 4. apríl 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 718. fundar, dagsett 11. apríl 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:55.