Klettaborg 43 - íbúðakjarni

Málsnúmer 2017090011

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 29. fundur - 16.03.2018

Lagt fram frumkostnaðarmat frá mars 2018 vegna byggingar íbúðakjarna við Klettaborg 43.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 43. fundur - 26.10.2018

Lögð fram stöðuskýrsla 3 dagsett 24. október 2018 og óskað eftir leyfi til að fara með framkvæmdina í útboð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á framkvæmdinni.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 45. fundur - 23.11.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 21. nóvember 2018 vegna opnunar tilboða í jarðvinnu og lögn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir taka tilboði lægstbjóðanda í verkið frá G. Hjálmarssyni hf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 48. fundur - 18.01.2019

Kynnt staða á byggingaframkvæmdum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lagt fram opnunarblað vegna útboðs á byggingu Klettaborgar 43 síðan 12. mars 2019.



Eftirfarandi tilboð bárust:

JS trésmíði kr. 233.003.896 eða 100,3% af kostnaðaráætlun.

BB byggingar kr. 235.143.382 eða 101,2% af kostnaðaráætlun.

SS Byggir kr. 236.945.523 eða 102,0% af kostnaðaráætlun.

Tréverk kr. 242.776.710 eða 104,5% af kostnaðaráætlun.

HHS verktakar kr. 273.439.131 eða 117,7% af kostnaðaráætlun.



Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Kynnt var breytt staða á útboði framkvæmdarinnar.

Eftirfarandi tilboð bárust:

JS trésmíði kr. 233.003.896 eða 100,3% af kostnaðaráætlun.

BB byggingar kr. 235.143.382 eða 101,2% af kostnaðaráætlun.

SS Byggir kr. 236.945.523 eða 102,0% af kostnaðaráætlun.

Tréverk kr. 242.776.710 eða 104,5% af kostnaðaráætlun.

HHS verktakar kr. 273.439.131 eða 117,7% af kostnaðaráætlun.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði BB bygginga ehf. að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum eftir að JS trésmíði dró tilboð sitt til baka.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 71. fundur - 17.01.2020

Stöðuskýrsla verkefnisins dagsett 15. janúar 2020 lögð fram til kynningar fyrir ráðið.

Bæjarráð - 3673. fundur - 27.02.2020

Lagður fram samningur milli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Akureyrarbæjar vegna lánsfjármögnunar við byggingu almennra íbúða við Klettaborg 43, Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3676. fundur - 26.03.2020

Lögð fram yfirlýsing um að Akureyrarbær muni leggja fram eigið fé vegna byggingar Klettaborgar 43 sem nemur þeim hluta stofnvirðis sem stofnframlag er ekki veitt til.
Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 157. fundur - 05.03.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 27. febrúar 2024 varðandi leka í kjarnanum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 169. fundur - 17.09.2024

Farið yfir stöðuna á leka sem var í Klettaborg 43.