Umhverfis- og mannvirkjaráð

43. fundur 26. október 2018 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Unnar Jónsson
  • Gunnar Gíslason
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
Dagskrá
Jóhanna Sólrún Norðfjörð M-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann sinn.
Unnar Jónsson S-lista mætti í forföllum Jóhanns Jónssonar.

1.Glerárskóli - bygging leikskóla, lóðar, tengibygginga og samkomusals

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu ehf mætti á fundinn og fór yfir greiningu á framkvæmdaleiðum.

2.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 3 dagsett 27. september 2018 og farið yfir framhaldið.

3.Drottningarbrautarstígur - Leikhúsbrú

Málsnúmer 2017100322Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat fyrir framkvæmdina dagsett 24. október 2018.

4.Klettaborg 43 - íbúðakjarni

Málsnúmer 2017090011Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 3 dagsett 24. október 2018 og óskað eftir leyfi til að fara með framkvæmdina í útboð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á framkvæmdinni.

5.Sundlaug Grímseyjar - endurbætur í kjallara

Málsnúmer 2018090063Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. september 2018 um kostnað á endurbótum á búnaði í kjallara Sundlaugar Grímseyjar vegna breytingar á ljósavél Rarik.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í að skipta um varmaskipta sem fyrir eru og eru hitaðir af kælivatni ljósavéla Rarik. Setja stærri varmaskipta þannig að betri nýting sé á vatni sem fer í upphitun á sundlaugarvatni, hreinsa allar lagnir og loka, setja nýjar sandsíur sem hægt er að stýra frá frá Akureyri í gegnum IGSS hússtjórnarkerfi.

6.Naustahverfi 7. áfangi - Hagar

Málsnúmer 2017080054Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 5 dagsett 24. október 2018.

7.Brýr yfir Eyjafjarðará

Málsnúmer 2017120110Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað 2 dagsett 24. október 2018.

8.Alheimshreinsunardagurinn og evrópska samgönguvikan

Málsnúmer 2018100342Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð dagsett 22. október 2018 um gang verkefnanna.

9.Hamrar - framkvæmdaþörf á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 2018100339Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 16. október 2018 frá rekstaraðilum tjaldsvæðisins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að skipaður verði launaður vinnuhópur um framtíðarsýn tjaldsvæðanna og endurnýjun rekstrarsamninga við Skátafélagið Klakk. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa í vinnuhópinn frá frístundarráði.

10.Grímsey - yfirfærsla á vatnsveitu til NO

Málsnúmer 2018100338Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Norðurorku hf um sölu á vatnsveitunni í Grímsey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir sölu á vatnsveitunni í Grímsey til Norðurorku hf.

11.Kaldbaksgata - endurgerð með NO

Málsnúmer 2018100348Vakta málsnúmer

Lagt fram opnunarblað tilboða dagsett 15. október 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Finns ehf.

12.Mjólkursamlagsstígur - lýsing á göngustíg

Málsnúmer 2018100350Vakta málsnúmer

Lagt fram opnunarblað tilboða dagsett 15. október 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Vélaleigu HB ehf.

13.Jaðar - umhverfismat á svæðinu

Málsnúmer 2018010445Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum haugsetningar, landmótunar og stækkunar á Jaðarsvelli á Akureyri dagsett 7. ágúst 2018.

14.Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2019

Málsnúmer 2018080973Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdayfirlit 2019-2021.

Fundi slitið - kl. 11:15.