Fræðsluráð

6. fundur 20. mars 2017 kl. 13:30 - 15:55 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Baldvin Valdemarsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista sat fundinn í forföllum Siguróla Magna Sigurðssonar.
Vilborg Hreinsdóttir fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll.
Halldór Guðmann Karlsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna var fjarverandi.

1.Naustaskóli 6. áfangi - lóð

Málsnúmer 2017020140Vakta málsnúmer

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs kynnti tillögur um framkvæmdir á Naustaskólalóð.

Fræðsluráð þakkar Guðríði fyrir greinargóða kynningu.

2.Hjallastefnan ehf - samningur 2010-2015

Málsnúmer 2010090049Vakta málsnúmer

Endurnýjun samnings við Hjallastefnuna ehf vegna reksturs á Hólmasól.
Framlengdur samningur við Hjallastefnuna mun gilda til næstu fimm ára frá undirritun. Fræðsluráð samþykkir drög að samningnum og felur fræðslusviði að ganga frá honum fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Jóhanna María Agnarsdóttir mætti til fundar kl. 14:20, undir 3. lið.

3.Dagforeldrar

Málsnúmer 2017030168Vakta málsnúmer

Erindi frá dagforeldrum dagsett 13. mars 2017 er varðar breytingu á niðurgreiðslu á daggæslugjöldum.

Í dag er fyrirkomulag með þeim hætti að niðurgreiðslur Akureyrarbæjar ná til sjö tíma vistunar.

Í erindinu er óskað eftir því að niðurgreiðslur dreifist jafnt á átta tíma.
Fræðsluráð felur fræðslusviði að kanna viðhorf foreldra til breytingar á dreifingu niðurgreiðslu á áttunda tíma til dagforeldra.

4.Stjórnsýslubreytingar

Málsnúmer 2017030171Vakta málsnúmer

Kynntar voru tillögur kjarasamninganefndar um breytingar á skipuriti fræðslusviðs.
Fræðsluráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar kostnaðarauka vegna hennar til bæjarráðs.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri vék af fundi undir 4. lið.

5.Kennslustundaúthlutun til grunnskóla

Málsnúmer 2017030172Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir hugleiðingar um úthlutun kennslustunda til grunnskóla haustið 2017.

Lagt fram til kynningar.

6.Dagforeldrar - tillaga að gjaldskrá frá 1. júní 2017

Málsnúmer 2017030174Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir tillögur að gjaldskrá hjá dagforeldrum frá 1. júní 2017.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá frá 1. júní 2017.

7.Viðaukar - reglur

Málsnúmer 2017020133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar reglur um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 15:55.