Umhverfisnefnd

118. fundur 13. september 2016 kl. 10:00 - 12:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Anna Rósa Magnúsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista mætti í forföllum Kristins Frímanns Árnasonar.
Kristján Ingimar Ragnarsson L-lista mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll. Varamaður mætti ekki í hans stað.

1.Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 ásamt tímaáætlun og tillögu að starfsáætlun. Einnig kynnt fyrstu drög að fjárhagsáætlun deilda aðalsjóðs sem tilheyra umhverfisnefnd.

2.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Staða vinnunnar kynnt.

3.Samgönguvika 2016

Málsnúmer 2016080070Vakta málsnúmer

Farið yfir dagskrá samgönguviku 2016.

Fundi slitið - kl. 12:15.