Framkvæmdaráð

335. fundur 21. september 2016 kl. 08:15 - 11:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir umræðum um fjárhagsáætlun slökkviliðsins.
Halla Björk Reynisdóttir formaður lýsti sig vanhæfa undir liðnum vörukaup slökkviliðsins og var það borið undir atkvæði og samþykkt.
Hún vék af fundi kl. 08:20 og mætti aftur kl. 08:55.

1.Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð og A og B fyrirtæki. Kynnt framkvæmdaáætlun og unnið að starfsáætlun.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir aðalsjóð og A og B fyrirtæki.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu aðalsjóðs.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi kl. 10:25.

2.Moldarlosunarvegur - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2016070070Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður funda með hestamönnum.

Jónas Vigfússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð frestar ákvörðun til næsta fundar.

3.Dýraverndunarfélagið Villikettir óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ

Málsnúmer 2016080066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Villiköttum dagsett 14. ágúst 2016.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 11:25.