Skipulagsnefnd

213. fundur 30. september 2015 kl. 08:00 - 10:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá
Hólmgeir Þorsteinsson Æ-lista mætti í forföllum Jóns Þorvaldar Heiðarssonar.

1.Gata sólarinnar - staðsetning á rotþró

Málsnúmer 2015090105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um breytta staðsetningu fyrir rotþró og siturlagnir fyrir frárennsli fyrir Götu sólarinnar. Til vara er sótt um tímabundið leyfi fram á mitt næsta ár.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu á umbeðnu svæði og upplýsingar um plássþörf.
Framkvæmdadeild hefur skoðað umbeðna staðsetningu í samráði við forsvarsmann Kjarnaskógar og gerir ekki athugasemd við umbeðna staðsetningu.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna staðsetningu á rotþró og siturlögnum tímabundið til 1. ágúst 2016 þar sem fyrri fyrirhuguð staðsetning gengur ekki upp vegna plássleysis.
Fyrra framkvæmdaleyfi gildir og skipulagsstjóri gefur út framkvæmdaleyfið þegar tilskyldum hönnunargögnum hefur verið skilað.

2.Strandgata 11b, Glerárgata 3b og Glerárgata 7 - umsókn um breytingar á lóðamörkum

Málsnúmer 2015080090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. ágúst 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hagsmíði ehf., kt. 581295-2359, sækir um breytingu á lóðamörkum Strandgötu 11b, Glerárgötu 3b og Glerárgötu 7. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 26. ágúst 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 30. september 2015 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðamörkum og kvöð um aðgengi innan lóða umsækjanda og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Oddeyrarbryggja - framkvæmdaleyfi vegna stormpolla

Málsnúmer 2015090220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stormpolla vestan Oddeyrarbryggju austan brúar við tjörnina.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmda við stormpolla Oddeyrarbryggju og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Nefndin leggur áherslu á útsýnisgildi landfyllingarinnar og því að vandað verði til yfirborðsfrágangs.

4.Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015090019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi ehf. þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, óskaði eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu, þannig að leyft verði að auka byggingamagn í Krókeyrarnöf 21 í 385 m² eða um 34 m² og gera skyggni yfir bílgeymslu- og aðaldyrahurðum út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september síðastliðinn að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og er meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar dagsett 30. septemer 2015 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofunni Form.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Golfklúbbur Akureyrar, Jaðar - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015090246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, óskar eftir stækkun á byggingarreit fyrir æfingahús. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fylgir erindinu, dagsett 24. september 2015 sem unnin var af Steinmari H. Rögnvaldssyni H.S.Á. Teiknistofu.
Einungis er um að ræða stækkun á byggingarreit fyrir geymslu- og æfingahús og er breyting sem einungis varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2015040083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2015 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga vegna Hólmatúns 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi.
Breytingartillagan er dagsett 15. ágúst og unnin af Sigurði Björgúlfssyni hjá VA Arkitektum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Kristjánshagi 2 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2015090254Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. september 2015 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um eftirtaldar lóðir á reit 1 í Hagahverfi:
Kristjánshaga 2, Davíðshaga 2, Davíðshaga 4, Elísabetarhaga 1, Kjarnagötu 51 og Kjarnagötu 53.
Óskað er eftir þessum lóðum til byggingar á árunum 2016 til 2018. Umsækjandi óskar eftir að kvaðir um bílageymslur verði felldar niður og að gatnagerðargjöld verði innheimt eftir framvindu byggingaframkvæmda.
Að öðrum kosti er sótt um lóðirnar Kristjánshaga 2 og Elísabetarhaga 1.
Á fundinn kom fulltrúi SS Byggis til að skýra sjónarmið þeirra.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við beiðni um að fella niður kvaðir um bílageymslur á umræddum lóðum þar sem um er að ræða nýlegt deiliskipulag og krafa um bílageymslur í stærstu fjölbýlishúsunum var sett til að ná ætluðum þéttleika byggðar í Hagahverfi, að ganga ekki á útivistarsvæði við fjölbýlishúsin og minnka þannig umfang bílastæða ofanjarðar.
Einnig hafa aðeins Kristjánshagi 2, Davíðshagi 2 og 4 verið auglýstar lausar til úthlutunar.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina nr. 2 við Kristjánshaga með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Gatnagerðargjald greiðst skv. gjaldskrá.

8.Hesjuvellir landnr. 212076 - deiliskipulag

Málsnúmer 2015080002Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. október 2012, sjá mál 2012090227, að leggja fram tillögu að deiliskipulagi eignarlandsins.
Umsækjandi leggur hér með fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulagið sem er dagsett 30. september 2015 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form arkitektastofu og Guðmundi Helga Gunnarssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umhverfisnefnd verði bætt við sem samráðsaðilla og leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin þannig breytt verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

9.Frumvarp til laga um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál

Málsnúmer 2015040172Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar erindi dagsett 23. september 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 7. október 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0101.html
Landsskipulagsstefna er stefnuskjal sem gert er ráð fyrir að sé fyrst og fremst framfylgt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga.
Skipulagsnefnd telur ekki sérstaka ástæðu til að gera athugasemdir við landsskipulagsstefnuna að svo stöddu.

10.Stefnumörkun skipulagsnefndar

Málsnúmer 2014090150Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar gerði grein fyrir framgangi stefnu skipulagsnefndar sem samþykkt var í skipulagsnefnd 12. nóvember 2014.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.