Barnasáttmálinn

Málsnúmer 2015040236

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 8. fundur - 04.05.2015

Kynning á barnasáttmála og ferli við innleiðingu hans.
Vegna veikinda er þessum dagskrárlið frestað og verður hann tekinn fyrir á næsta fundi skólanefndar.

Skólanefnd - 9. fundur - 18.05.2015

Dagskrárliður sem frestað var á síðasta fundi.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála kynnti Barnasáttmálann og innleiðingu hans.
Skólanefnd þakkar Ölfu fyrir kynninguna.

Skólanefnd - 19. fundur - 12.12.2016

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn og kynnti innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hugmyndina um 'barnvænt sveitarfélag'.

Skólanefnd þakkar Ölfu fyrir góða og athyglisverða kynningu.

Fræðsluráð - 4. fundur - 17.02.2017

Tilnefning tveggja fulltrúa í stýrihóp vegna innleiðingar verkefnisins Barnvænt sveitarfélag.

Annar fulltrúi kemur af fræðslusviði og hinn fulltrúinn er tilnefndur úr fræðsluráði.

Fræðsluráð leggur til að eftirfarandi fulltrúar sitji í stýrihópnum:

Guðbjörg Ingimundardóttir af fræðslusviði og Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður fræðsluráðs.