Skólanefnd

19. fundur 12. desember 2016 kl. 13:30 - 16:15 Hof
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Þetta er seinasti fundur skólanefndar. Nýtt heiti samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 3. janúar 2017 verður fræðsluráð.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir fulltrúi Æ-lista sat fundinn í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

Fræðslustjóri hóf fundinn á því að bjóða velkominn nýjan formann skólanefndar, Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur fulltrúa S-lista.

Þá þakkaði fræðslustjóri, fyrir hönd skólanefndar, Loga Má Einarssyni fráfarandi formanni skólanefndar mikið og gott samstarf í nefndinni og óskaði honum farsældar á nýjum vettvangi.

Áður en formleg dagskrá hófst fluttu tveir nemendur tónlistarskólans tónlistaratriði.
Una Haraldsdóttir nemandi í klassískum píanóleik lék verk eftir Lizt og Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir nemandi í rythmískri deild söng jólalag við eigin undirleik.
Skólanefnd þakkar nemendum kærlega fyrir tónlistarflutninginn.

1.Starfsemi tónlistarskólans og samstarf hans við grunnskólana haustið 2017

Málsnúmer 2016120031Vakta málsnúmer

Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri tónlistarskólans, Guðrún Ingimundardóttir aðstoðarskólastjóri og Una Björg Hjartardóttir deildarstjóri komu á fundinn og fóru yfir starfsemi tónlistarskólans veturinn 2016-2017 og hugmyndir um samstarf við grunnskólana haustið 2017.

Skólanefnd þakkar þeim Hjörleifi, Guðrúnu og Unu Björgu kærlega fyrir kynninguna.

2.Rekstur fræðslumála janúar - október 2016

Málsnúmer 2016030017Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir rekstur fræðslumála janúar - október 2016.

3.Lokun frístundar í vetrarfríi

Málsnúmer 2016080060Vakta málsnúmer

Skólanefnd samþykkir að opnunartími frístundar í vetrarfríi verði á hefðbundnum tíma frá kl. 13 - 16. Frístund verður ekki opnuð að morgni vetrarfrísdaga. Tillagan tekur gildi í vetrarfríi 2017.

4.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna "barnvænt sveitarfélag"

Málsnúmer 2015040236Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn og kynnti innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hugmyndina um 'barnvænt sveitarfélag'.

Skólanefnd þakkar Ölfu fyrir góða og athyglisverða kynningu.

5.Áskorun til bæjaryfirvalda um að fjölga leikskólaplássum

Málsnúmer 2016110148Vakta málsnúmer

Neðangreind áskorun um fjölgun leikskólaplássa barst bæjaryfirvöldum þann 23. nóvember sl.:

'Við undirrituð skorum á bæjarstjórn, skólanefnd og aðra hlutaðeigandi að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í dagvistunarúrræðum barna í sveitarfélaginu.

Við skorum á bæjaryfirvöld að tryggja börnum frá a.m.k. 18 mánaða aldri aðgang að leikskólaplássi í sveitarfélaginu.

Jafnfram skorum við á bæjarstjórn að setja börn og skólamál í forgang við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, enda hefur Akureyrarbær nýlega undirritað samkomulag um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en við innleiðingu sáttmálans er lögð rík áhersla á að sveitarfélög vinni fjárhagsáætlanir með þarfir barna að leiðarljósi (www.barnvaensveitarfelog.is).'

Undir þessa áskorun skrifar Þórunn Anna Elíasdóttir f.h. 365 foreldra á Akureyri.
Leik- og grunnskólar taka inn nemendur einu sinni á ári sem þýðir að börn hefja leikskóladvöl á ólíkum aldri, eftir því hvenær þau eru fædd á árinu. Skólanefnd leggur áherslu á að frá og með hausti 2017 verði öll rými leikskólanna nýtt eins og kostur er og mönnun í samræmi við það.

Skólanefnd mun taka málið sérstaklega upp í tengslum við endurskoðun skólastefnu Akureyrarbæjar sem nú stendur yfir.

6.Leikskólinn Pálmholt - erindi frá foreldraráði

Málsnúmer 2015110055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2016 frá foreldraráði Pálmholts varðandi ástand leiktækja og aðbúnað á skólalóð Pálmholts. Í erindu vísar foreldraráðið til tölvupósts sem sendur var skóladeild 19. október 2015. Foreldraráðið ítrekar beiðni sína um að skóladeild taki þessi mál til skoðunar eins fljótt og kostur er, þar sem lítið hefur miðað í þessum málum og þörf úrbóta nú enn brýnni en áður var.
Erindinu er vísað til Fasteigna Akureyrarbæjar. Skólanefnd leggur áherslu á að farið sé í nauðsynlegar úrbætur og felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir.

7.Stjórnsýslubreytingar - sérfræðiþjónusta leik- og grunnskóla

Málsnúmer 2016110021Vakta málsnúmer

Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri gerði grein stöðu mála varðandi flutning sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla til skóladeildar við upphaf árs 2017.

8.Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Akureyri

Málsnúmer 2016110016Vakta málsnúmer

Erindi sem barst í viðtalstíma bæjarfulltrúa 27. október 2016 og bæjarráð vísaði til skólanefndar.

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir námsráðgjafi í Oddeyrarskóla mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og spurði hver væri sýn bæjaryfirvalda varðandi náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum bæjarins.
Sýn skólanefndar er sú að allir grunnskólanemendur á Akureyri eiga að hafa aðgang að námsráðgjafa í sínum skóla ef þörf krefur. Ljóst er að þörf er á aukningu á stöðugildum náms- og starfsráðgjafa í skólum bæjarins og verður leitast við að bregðast við þeirri stöðu eins og mögulegt er á komandi misserum.

Fundi slitið - kl. 16:15.