Málsnúmer 2016110148Vakta málsnúmer
Neðangreind áskorun um fjölgun leikskólaplássa barst bæjaryfirvöldum þann 23. nóvember sl.:
'Við undirrituð skorum á bæjarstjórn, skólanefnd og aðra hlutaðeigandi að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í dagvistunarúrræðum barna í sveitarfélaginu.
Við skorum á bæjaryfirvöld að tryggja börnum frá a.m.k. 18 mánaða aldri aðgang að leikskólaplássi í sveitarfélaginu.
Jafnfram skorum við á bæjarstjórn að setja börn og skólamál í forgang við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, enda hefur Akureyrarbær nýlega undirritað samkomulag um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en við innleiðingu sáttmálans er lögð rík áhersla á að sveitarfélög vinni fjárhagsáætlanir með þarfir barna að leiðarljósi (www.barnvaensveitarfelog.is).'
Undir þessa áskorun skrifar Þórunn Anna Elíasdóttir f.h. 365 foreldra á Akureyri.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir fulltrúi Æ-lista sat fundinn í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.
Fræðslustjóri hóf fundinn á því að bjóða velkominn nýjan formann skólanefndar, Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur fulltrúa S-lista.
Þá þakkaði fræðslustjóri, fyrir hönd skólanefndar, Loga Má Einarssyni fráfarandi formanni skólanefndar mikið og gott samstarf í nefndinni og óskaði honum farsældar á nýjum vettvangi.
Áður en formleg dagskrá hófst fluttu tveir nemendur tónlistarskólans tónlistaratriði.
Una Haraldsdóttir nemandi í klassískum píanóleik lék verk eftir Lizt og Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir nemandi í rythmískri deild söng jólalag við eigin undirleik.
Skólanefnd þakkar nemendum kærlega fyrir tónlistarflutninginn.