Skólanefnd

8. fundur 04. maí 2015 kl. 13:30 - 15:48 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá

1.Barnasáttmálinn

Málsnúmer 2015040236Vakta málsnúmer

Kynning á barnasáttmála og ferli við innleiðingu hans.
Vegna veikinda er þessum dagskrárlið frestað og verður hann tekinn fyrir á næsta fundi skólanefndar.

2.Rekstur fræðslumála 2015

Málsnúmer 2015040087Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir þriggja mánaða rekstrarstöðu fræðslumála.

3.Hljóðvist í leikskólum - tilraunaverkefni

Málsnúmer 2015040233Vakta málsnúmer

Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi kynnti verkefnið. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til að bæta hljóðvist í leikskólum.
Markmið tilraunaverkefnisins er að kortleggja hávaða á leikskólum í einu sveitarfélagi, sjá út eðli hans og hegðunarmunstur þ.e.a.s. hvar, frá hverju/hverjum hann stafar, hvenær hann á sér stað og hvernig. Út frá þeim upplýsingum yrðu fundnar leiðir til að draga úr hávaðanum, svo sem með umbótum á húsnæði, húsbúnaði, leikföngum/leiktækjum, fræðslu til starfsmanna og endurskoðun á starfsháttum.
Skólanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu. Verkefnisstjórn verður í höndum Hrafnhildar G. Sigurðardóttur leikskólafulltrúa á skóladeild.
Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 15:30.

4.Starfsáætlanir leik- og grunnskóla 2015-2016 - skóladagatöl

Málsnúmer 2015040088Vakta málsnúmer

Skóladagatöl leik- og grunnskóla lögð fyrir.
Skólanefnd samþykkir framlögð skóladagatöl.

Fundi slitið - kl. 15:48.