Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

488. fundur 10. apríl 2014 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Aðalstræti 80 - bílgeymsla. - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer BN090094Vakta málsnúmer

Eiríkur Jónsson f.h. húseigenda leggur inn reyndarteikingar 9. apríl 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Austursíða 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2014 þar sem Ragnar Birgisson f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar innanhúss í húsinu Austursíðu 2. Meðfylgjandi er teikning eftir Ragnar Birgisson og brunahönnun frá Mannviti.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2014 þar sem Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um breytingar á 2. hæð hússins Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjört Pálsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hafnarstræti 107b - fyrirspurn um þakskýli

Málsnúmer 2014040014Vakta málsnúmer

Fyrirspurn dagsett 2. apríl 2014 þar sem Hólmsteinn Snædal f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, spyrst fyrir um fyrirhugaðar breytingar á húsinu Hafnarstræti 107b. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.

Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið en sækja þarf um byggingarleyfi með aðaluppdráttum.

5.Hafnarstræti 108 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2013 þar sem Þuríður Þórðardóttir f.h. Benediktu ehf., kt. 640912-0220, sækir um breytingar utan- og innanhúss á húsi nr. 108 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Björn Jónsson. Innkomnar teikningar 4. apríl 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Hjallatún 1-11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN060759Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Trétaks ehf., kt 551087-1239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsinu Hjallatúni 1-11. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 9. apríl 2014.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Hjalteyrargata 12 - umsókn um breytingar og viðhald

Málsnúmer BN100035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Súlna Björgunarsveitar á Akureyri, kt. 640999-2689, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsinu Hjalteyrargötu 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Neðri-Sandvík Grímsey - umsókn um byggingarleyfi sundlaug

Málsnúmer 2012121100Vakta málsnúmer

Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, leggja inn reyndarteikningar, aðaluppdrætti, af sundlauginni í Grímsey 3. apríl 2014 vegna endurbyggingar þaks hússins.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Óseyri 9, niðurrif á húsi - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2014 þar sem Andri Páll Hilmarsson f.h. Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um leyfi til þess að rífa geymsluhúsnæði, mhl 05, á lóðinni Óseyri 9.
Skipulagsstjóri samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

10.Kjarnaskógur, Sólskógar - umsókn um stöðuleyfi vinnuskúrs

Málsnúmer 2014020011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. apríl 2014 þar sem Katrín Ásgrímsdóttir f.h. Sólskóga ehf., kt.511296-2189, sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr (gámaeiningum) á lóð Sólskóga í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Þingvallastræti 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2014030002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorps ehf., kt. 420206-2080, sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 10 við Þingvallastræti ásamt breytingum á innréttingu hússins. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 4. apríl 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.