Skipulagsnefnd

145. fundur 10. október 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Þórhildur Hjaltalín áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar, breyting á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi - skipulagslýsing

Málsnúmer 2012100018Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingar á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi. Lýsingin er dagsett 10. október 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

2.Drottningarbraut, siglingaklúbburinn Nökkvi - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer SN090090Vakta málsnúmer

Innkomið bréf dagsett 19. september 2012 frá Skipulagsstofnun vegna yfirferðar á málsmeðferð vegna deiliskipulags Höepfnersbryggju og aðstöðusvæðis siglingaklúbbsins Nökkva. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, sjá nánar í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd fellst ekki á athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur til við bæjarstjórn að skipulagsstjóra verði falið að rökstyðja ástæður þeirrar afstöðu og auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Stórholt og Lyngholt - deiliskipulag

Málsnúmer 2012020150Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Stórholts og Lyngholts sem var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu.
Óskað var eftir umsögn Vegagerðinnar um núverandi aðkomu að lóð Lyngholts 16 frá Hörgárbraut.
Í svarbréfi Vegagerðarinnar dagsettu 24. september 2012 er bent á að aðkoman að Lyngholti 16 er frá Hörgárbraut sem er stofnbraut með mikilli umferð. Vegagerðin samþykkir því ekki að tengingin verði fest í sessi í deiliskipulagi og leggur til að núverandi tengingu verði lokað og önnur lausn fundin á aðkomu að lóðinni.
Haldinn var fundur þann 25. september sl. með hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis um breytingar á aðkomunni.

Skipulagsnefnd samþykkir að hluti göngustígs verði skilgreindur sem ökusvæði sem aðkoma að lóðinni nr. 16 við Lyngholt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

4.Brekatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012090222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Brekatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og breytingartillögu.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir geymslur sem verða niðurgrafnar og niðurfellingu á heimild til að byggja 13 hæða fjölbýlishús í stað 9 hæða húss og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Hesjuvellir - umsókn um breytt aðalskipulag

Málsnúmer 2012090227Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2012 þar sem Rósa María Stefánsdóttir óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar á eignarlandi hennar að Hesjuvöllum vegna fyrirhugaðar byggingar íbúðarhúss á landinu og lagningu vegar þar að. Einnig er óskað eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag af svæðinu. Meðfylgjandi er loftmynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi. Einnig heimilar nefndin umsækjanda að láta vinna tillögu að deiliskipulagi eignarlandsins.

6.Undirhlíð - Miðholt, breyting á deiliskipulagi vegna spennistöðvar

Málsnúmer 2012100025Vakta málsnúmer

Erindi sent í tölvupósti 2. október 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir stækkun á lóð og byggingarreit fyrir spennistöð við Langholt þar sem fyrirhugað er að setja gróður á lóðina við spennistöðina.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Edward Hákon Huijbens V-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.

7.Eyjafjarðarbraut, flugvallarsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012100064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett. 5. október 2012 frá Hjördísi Þórhallsdóttur þar sem hún f.h. Isavia, kt. 550210-0370, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að breyta deiliskipulagi flugvallarins þannig að hægt yrði að byggja þar tvö skýli í samræmi við meðfylgjandi tillögu eftir Gísla Kristinsson.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hamarstígur - biðskylda á hliðargötur

Málsnúmer 2012100063Vakta málsnúmer

Edward Hákon Huijbens, V-lista, óskar eftir að sett verði biðskylda á hornið á Helgamagrastræti og Hamarstíg.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en leggur til að samráð verði haft við framkvæmdadeild um mótun heildarstefnu umferðarréttar á Akureyri.

9.Jörvabyggð 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012090233Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. september 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Þórhalls Arnórssonar leggur inn fyrirspurn um stækkun á bílskúrshluta hússins að Jörvabyggð 10 til að innrétta herbergi. Meðfylgjandi er grunnmynd.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar frekari gögn berast. 

10.Ásatún 20-26 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012090255Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2012 þar sem Jón Páll Tryggvason f.h. Be-Húsbyggingar ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 20-26 við Ásatún. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Íslandsbanka.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

11.Ásatún 28-32 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012100052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2012 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um lóð nr. 28-32 við Ásatún. Til vara er sótt um lóð nr. 20-26 við Ásatún. Meðfylgjandi er staðfesting frá viðskiptabanka.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. september 2012. Lögð var fram fundargerð 415. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.