Málsnúmer 2012020086Vakta málsnúmer
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Sómatúns 9-45 var auglýst þann 25. apríl og var athugasemdafrestur til 7. júní 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri ráðhúss. Tvær athugasemdir bárust.
1) Innkomið bréf dags. 6. júní 2012 frá eigendum Þrumutúns 1, 3, 4, 5, 8 og 10.
2) Undirskriftalisti 29 íbúa við Sómatún, Sporatún og Sokkatún. Samhljóða bréfi í athugasemd nr. 1.
Innkomin ný gögn dags. 25. júní 2012 frá Loga M. Einarssyni frá Kollgátu ehf f.h. lóðarhafa. Lögð eru fram andsvör við innsendum athugasemdum auk leiðréttinga á rangfærslum sem þar koma fram. Þess er óskað að skipulagsnefnd endurskoði bókun sína frá 139. fundi skipulagsnefndar þann 13. júní s.l., um fækkun íbúða á reit EI frá auglýstri skipulagstillögu.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt. Fyrri bókun skipulagsnefndar frá 13. júní 2012 er því felld út gildi og skipulagsstjóra falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við niðurstöðuna og umræður á fundinum. Sigurður Guðmundsson A-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.