Bæjarráð

3325. fundur 05. júlí 2012 kl. 09:00 - 10:24 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Hlín Bolladóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - breyting þéttbýlismarka

Málsnúmer 2012060063Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingar á þéttbýlismörkum Aðalskipulags Akureyrar. Tillagan er dags. 20. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - tenging KA og Lundarskóla við Dalsbraut

Málsnúmer 2012060165Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna tengingar Dalsbrautar við lóð KA og Lundarskóla. Tillagan er dags. 20. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.
Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu skipulagsnefndar gegn atkvæði Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista. Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista óska bókað:

Við teljum nauðsynlegt og eðlilegt að þessi breyting á aðalskipulagi er snýr að tengingum frá væntanlegri Dalsbraut að Lundarskóla og íþróttasvæði KA verði auglýst með hefðbundnum hætti.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - tenging Bröttusíðu við Borgarbraut

Málsnúmer 2012060166Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna tengingar Bröttusíðu við Borgarbraut. Tillagan er dags. 20. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.
Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögur skipulagsnefndar gegn atkvæði Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista óska bókað:

Við teljum nauðsynlegt og eðlilegt að þessi breyting á aðalskipulagi er snýr að tengingu Bröttusíðu við Borgarbraut verði auglýst með hefðbundnum hætti.

4.Deiliskipulag við Vestursíðu-Borgarbraut

Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi við Vestursíðu vegna lengingar Borgarbrautar til norðvesturs frá Merkigili að Bröttusíðu. Einnig er lagður fram breytingaruppdráttur af Giljahverfi vegna breyttrar afmörkunar dags. 15. maí 2012. Eldri skipulagsáætlanir frá maí 1981, 9. júní 1989 og 2. ágúst 1991 falla niður við gildistöku endurskoðaðs deiliskipulags.
Tillögunni fylgir húsakönnun af svæðinu við Vestursíðu dags. 15. júní 2012.
Tillagan er unnin af X2 ehf. og Verkfræðistofu Norðurlands.
Samhliða er gerð aðalskipulagsbreyting vegna tengingar Bröttusíðu við Borgarbraut, sjá málsnr. 2012060166.
Skipulagslýsing dags. 22. febrúar 2012 var kynnt frá 28. mars til 18. maí 2012. Engar athugasemdir bárust.
Bréf barst frá Skipulagsstofnun dags. 27. apríl 2012 sem gerði ekki athugasemd við efni framlagðrar lýsingar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

5.Naustahverfi 2. áfangi - Sómatún 9-45 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012020086Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Sómatúns 9-45 var auglýst þann 25. apríl og var athugasemdafrestur til 7. júní 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri ráðhúss. Tvær athugasemdir bárust.
1) Innkomið bréf dags. 6. júní 2012 frá eigendum Þrumutúns 1, 3, 4, 5, 8 og 10.
2) Undirskriftalisti 29 íbúa við Sómatún, Sporatún og Sokkatún. Samhljóða bréfi í athugasemd nr. 1.
Innkomin ný gögn dags. 25. júní 2012 frá Loga M. Einarssyni frá Kollgátu ehf f.h. lóðarhafa. Lögð eru fram andsvör við innsendum athugasemdum auk leiðréttinga á rangfærslum sem þar koma fram. Þess er óskað að skipulagsnefnd endurskoði bókun sína frá 139. fundi skipulagsnefndar þann 13. júní s.l., um fækkun íbúða á reit EI frá auglýstri skipulagstillögu.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt. Fyrri bókun skipulagsnefndar frá 13. júní 2012 er því felld út gildi og skipulagsstjóra falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við niðurstöðuna og umræður á fundinum. Sigurður Guðmundsson A-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu skipulagsnefndar gegn atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista.

6.Barmahlíð 8 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012040106Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Erindi dags. 23. apríl 2012 þar sem Bragi Óskarsson óskar eftir, f.h. lóðarhafa Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. meðfylgjandi tillögu, frá Fanneyju Hauksdóttur dags. 13. júní 2012, að breytingu á deiliskipulagi Fosshlíð - Mánahlíð - Sunnuhlíð - Barmahlíð.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á skilmálum skipulagsins er varðar þakhalla og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarráð/bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

7.Öldrunarheimili Akureyrar - bygging hjúkrunarrýma - viðauki við samning

Málsnúmer 2009070007Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki dags. 5. júlí 2012 við samning um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Akureyri, dags. 11. maí 2010.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

8.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2012

Málsnúmer 2012040165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til maí 2012.

9.Afgreiðslur fjármálastjóra 2011

Málsnúmer 2012060215Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá fjármálastjóra dags. 2. júlí 2012 um afgreiðslur hans í umboði bæjarstjórnar á árinu 2011.

10.Önnur mál

Málsnúmer 2012010085Vakta málsnúmer

Sigurður Guðmundsson A-lista óskaði eftir umræðu um svæði Bílaklúbbs Akureyrar þar sem ekki hefur verið fylgt deiliskipulagi.

Fundi slitið - kl. 10:24.