Skipulagsnefnd

140. fundur 27. júní 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, breyting þéttbýlismarka

Málsnúmer 2012060063Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingar á þéttbýlismörkum Aðalskipulags Akureyrar. Tillagan er dagsett 20. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, tenging KA og Lundarskóla við Dalsbraut

Málsnúmer 2012060165Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna tengingar Dalsbrautar við lóð KA og Lundarskóla. Tillagan er dagsett 20. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.

Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, tenging Bröttusíðu við Borgarbraut

Málsnúmer 2012060166Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna tengingar Bröttusíðu við Borgarbraut. Tillagan er dagsett 20. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.

Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

4.Deiliskipulag við Vestursíðu-Borgarbraut

Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi við Vestursíðu vegna lengingar Borgarbrautar til norðvesturs frá Merkigili að Bröttusíðu. Einnig er lagður fram breytingaruppdráttur af Giljahverfi vegna breyttrar afmörkunar dagsettur 15. maí 2012. Eldri skipulagsáætlanir frá maí 1981, 9. júní 1989 og 2. ágúst 1991 falla niður við gildistöku endurskoðaðs deiliskipulags.
Tillögunni fylgir húsakönnun af svæðinu við Vestursíðu dagsett 15. júní 2012.
Tillagan er unnin af X2 ehf. og Verkfræðistofu Norðurlands.
Samhliða er gerð aðalskipulagsbreyting vegna tengingar Bröttusíðu við Borgarbraut, sjá málsnr. 2012060166.
Skipulagslýsing dagsett 22. febrúar 2012 var kynnt frá 28. mars til 18. maí 2012. Engar athugasemdir bárust.
Bréf barst frá Skipulagsstofnun dagsett 27. apríl 2012 sem gerði ekki athugasemd við efni framlagðrar lýsingar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

5.Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012050138Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dagsett 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Form ehf.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

6.Naustahverfi 2. áfangi - Sómatún 9-45, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012020086Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Sómatúns 9-45 var auglýst þann 25. apríl og var athugasemdafrestur til 7. júní 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri ráðhúss. Tvær athugasemdir bárust.
1) Innkomið bréf dagsett 6. júní 2012 frá eigendum Þrumutúns 1, 3, 4, 5, 8 og 10.
2) Undirskriftalisti 29 íbúa við Sómatún, Sporatún og Sokkatún. Samhljóða bréfi í athugasemd nr. 1.
Innkomin ný gögn dagsett 25. júní 2012 frá Loga M. Einarssyni frá Kollgátu ehf f.h. lóðarhafa. Lögð eru fram andsvör við innsendum athugasemdum auk leiðréttinga á rangfærslum sem þar koma fram. Þess er óskað að skipulagsnefnd endurskoði bókun sína frá 139. fundi skipulagsnefndar þann 13. júní s.l., um fækkun íbúða á reit EI frá auglýstri skipulagstillögu.

Meirihluti skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt. Fyrri bókun skipulagsnefndar frá 13. júní 2012 er því felld út gildi og skipulagsstjóra falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við niðurstöðuna og umræður á fundinum. Sigurður Guðmundsson A-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

 

7.Barmahlíð 8 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012040106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2012 þar sem Bragi Óskarsson óskar eftir, f.h. lóðarhafa Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. meðfylgjandi tillögu, frá Fanneyju Hauksdóttur dagsett 13. júní 2012, að breytingu á deiliskipulagi Fosshlíð - Mánahlíð - Sunnuhlíð - Barmahlíð.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á skilmálum skipulagsins er varðar þakhalla og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarráð/bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 6. júní 2012 frá Bjarna Kristjánssyni f.h. samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar, sem sent er þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og varðar breytingu á gr. 5.1 í kafla 5. Landbúnaður og nýjan efniskafla í lýsingu um sorpmál. Kaflinn er nr. 6.5 og ber yfirskriftina "Meðferð úrgangs".

Skiplagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar breytingar á skipulagslýsingunni og leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til kynningar.

9.Dalsbraut, Lundarskóli - umsókn um bráðabirgða kennslustofur.

Málsnúmer 2012060170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir tvær bráðabirgða kennslustofur og tengibyggingu þeirra á milli til afnota fyrir leikskólann að Lundarseli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason og skriflegt samkomulag frá skóladeild um staðsetningu kennslustofa á lóð Lundarskóla milli Lundarskóla og Lundarsels.

Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu deiliskipulags KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels sem nú er í endurskoðun.

10.Hesjuvellir - fyrirspurn um málsmeðferð

Málsnúmer 2012050210Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 21. maí 2012 frá Guðmundi H. Gunnarssyni þar sem hann f.h. Rósu Maríu Stefánsdóttur leggur fram afstöðumynd með fyrirspurn um málsmeðferð vegna fyrirhugaðar byggingar íbúðarhúss á landspildu (jörð) l.nr. 212076 úr Hesjvöllum neðan vegararins. Spurt er hvort þörf sé að deiliskipuleggja jörðina eða hvort hægt sé að afgreiða þetta í samræmi við 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga.

Skipulagsstjóri óskaði eftir afstöðu Skipulagsstofnunar á fyrirspurninni. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að breyta þurfi aðalskipulagi áður en bygging íbúðarhúss verður leyfð á þessum stað. Ekki er hægt að notast við 1. tl. bráðabirgðaákvæðis þegar landnotkun er skilgreind sem "óbyggt svæði".

Einnig bendir stofnunin á að meginreglan sé sú að unnið skuli deiliskipulag vegna fyrirhugaðra framkvæmda en málsmeðferð skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæðis er notuð í undantekningatilvikum. Lóðin sem hér um ræðir er nærri þéttbýlinu á Akureyri og því réttast að vinna deiliskipulag af svæðinu. Hluti deiliskipulagsferlisins er kynning fyrir almenningi en breyting á skipulagi við þéttbýli gæti varðað hagsmuni annarra.

 

11.Furuvellir 18 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2012 þar sem Unnsteinn Jónsson f.h. Vífilfells hf., kt. 470169-1419, sækir um að lóð Vífilfells að Furuvöllum 18 verði stækkuð að Hjalteyrargötu og að ytri mörk lóðar verði afmörkuð í samráði við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar með tilliti til gangstétta, biðstöð strætisvagna og aðstöðu fyrir hópferðabíla er koma með farþega til að skoða verksmiðju Vífilfells.

Skipulagsnefnd óskar eftir tillögu frá framkvæmdadeild um hönnun og frágang á umræddu svæði ásamt útfærslu á gatnamótum Tryggvabrautar og Hjalteyrargötu.

Erindinu er frestað.

12.Naust III og IV

Málsnúmer 2010040099Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 24. maí 2012 vísað neðangreindu erindi til skipulagsnefndar:
Herdís Ólafsdóttir Vaðlatúni 2, kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Herdís gerir alvarlegar athugasemdir við umgengni og frágang við lóð Nausta IV en sú lóð er á horni sem þjónar sem innkeyrsla í þann hluta Naustahverfis sem hún býr í. Lóðin er mjög sóðaleg og þá í leiðinni aðkoman inn í hverfið. Við fólki sem á leið þarna um blasa skúrar, ónýtir braggar, óskráðir bílar og annars konar smárusl. Á afmælisári hvetur Herdís bæjarfélagið til að bregðast við og sjá til þess að lagað verði til á lóðinni.

Umrætt svæði Naust III er skilgreint í aðalskipulagi sem "svæði fyrir þjónustustofnanir". Í lýsingu kemur fram að svæðið er skilgreint sem safnasvæði á Naustum með geymslum og húsasafni. Akureyrarbær á eignir á lóðinni sem Fasteignir Akureyrar hafa umsjón með en til stendur að rífa á næstunni hluta þeirra bygginga.

Naust IV er leigulóð með skilgreindum lóðarréttindum sem hefur verið úthlutað. Þar með hefur skipulagsnefnd takmörkuð úrræði til að þvinga eigendur til tiltektar nema að það séu atriði er snúa að öryggismálum. Bent skal á að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur umsjón og starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 en markmið laganna er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 13. júní 2012. Lögð var fram fundargerð 401. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.

Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 20. júní 2012. Lögð var fram fundargerð 402. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.