Skipulagsnefnd

141. fundur 25. júlí 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Þórhildur Hjaltalín áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hlíðahverfi - deiliskipulag Höfðahlíð - Langahlíð

Málsnúmer 2011120040Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 12. janúar 2011 að vinna deiliskipulag af Hlíðahverfi, Höfðahlíð - Lönguhlíð. Í framhaldi af því er lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá arkitektastofunni Formi ehf., dagsett 25.júlí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dagsett júlí 2012.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar nánast fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Ágúst Hafsteinsson frá Form ehf. kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ágústi Hafsteinssyni fyrir kynninguna.

2.Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012050138Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dagsett 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf, sem mætti á fundinn og kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ágústi Hafsteinssyni fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

3.Dalsbraut - íbúar óska eftir lengri hljóðmön

Málsnúmer 2012070042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júlí 2012 þar sem íbúar við Hörpulund og Holtateig fara þess á leit við skipulagsyfirvöld Akureyrarbæjar að hljóðmön austan Dalsbrautar verði framlengd til suðurs frá því sem nú er gert ráð fyrir. Meðfylgjandi er undirskriftalisti íbúa við Hörpulund og Holtateig.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar og felur skipulagsstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

4.Spítalavegur - ósk um breytta akstursstefnu

Málsnúmer 2012070062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júlí 2012 frá Kristjáni Helgasyni f.h. Innbæjarsamtakanna, hagsmunasamtaka íbúa, þar sem óskað er eftir að akstursstefnu verði breytt í neðsta hluta Spítalavegar í samræmi við ályktun sem samþykkt var á almennum fundi samtakanna í Laxdalshúsi þann 5. júlí sl.

Skipulagsstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið.

Frestað.

5.Borgarbraut - umsókn um lóð vestan Giljaskóla

Málsnúmer 2012070096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júlí 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um lóð norðan og vestan Giljaskóla við Borgarbraut fyrir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fatlað fólk. Heildarstærð hússins yrði um 600 fermetrar.

Skipulagsnefnd óskar eftir tillögum sem sýna fyrirhugaða útfærslu á umfangi og staðsetningu húss og aðkomu að lóð.

Frestað.

6.Þórsstígur 4 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012050211Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2012 þar sem Kollgáta f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, óskar eftir afnotarétti af svæði sem er austan við húsnæði fyrirtækisins að Þórsstíg 4 og er utan lóðar þess. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd samþykkir afnot af umræddu svæði þangað til farið verður í gerð göngustígs og frágang þess samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Bæjarlögmanni falið að gera afnotasamning við Höld í samráði við framkvæmdadeild og skipulagsdeild.

7.Þingvallastræti 25 - fyrirspurn um stækkun bílgeymslu

Málsnúmer 2012060203Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2012 þar sem Þorgeir Þorgeirsson f.h. Sveins Björnssonar og Hjördísar Gunnþórsdóttur óskar eftir umsögn byggingaryfirvalda um leyfi til að stækka núverandi bílgeymslu að Þingvallastræti 25 um 25 fermetra með aðkomu frá Byggðavegi í stað Þingvallastrætis. Meðfylgjandi er teikning eftir Þorgeir Þorgeirsson.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að grenndarkynna erindið.

8.Ósvör 2a - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012070037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júlí 2012 þar sem Baldur Sigurðsson f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, sækir um lóð nr. 2a við Ósvör. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Arion banka hf.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Útlit nýbyggingar skal taka mið af þeim verbúðum sem fyrir eru við Ósvör.

9.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 27. júní 2012. Lögð var fram fundargerð 403. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. júlí 2012. Lögð var fram fundargerð 404. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. júlí 2012. Lögð var fram fundargerð 405. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

Lagt fram til kynningar.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 18. júlí 2012. Lögð var fram fundargerð 406. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.