Sorpmál - framtíðarsýn

Málsnúmer 2009010228

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 48. fundur - 22.07.2010

Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fóru yfir stöðu málsins.

Umhverfisnefnd þakkar Jóni Birgi og Helga Má yfirferðina.

Umhverfisnefnd - 49. fundur - 19.08.2010

Tekið fyrir erindi sem vísað var til umsagnar umhverfisnefndar frá bæjarráði 12. ágúst 2010.
Gunnar Garðarsson framkvæmdastjóri Sagaplast og Finnur Sveinsson sjálfstætt starfandi umhverfisverkfræðingur mættu á fundinn undir þessum lið.
Gunnar Svavarsson umhverfisverkfræðingur og Friðrik Klingbeil Gunnarsson hjá Eflu verkfræðistofu voru í símasambandi á fundinum.
Bæjarstjóri Eiríkur Björn Björgvinsson sat fundinn undir þessum lið.

Fulltrúar L-lista, Sigmar Arnarsson og Hulda Stefánsdóttir, samþykkja að leið B verði farin í sorphirðu hjá Akureyrarbæ.

Valdís Anna Jónsdóttir fulltrúi S-lista í umhverfisnefnd óskar bókað:

Í lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að breyta sorphirðu í bænum og gera íbúum kleift að stórauka flokkun heimilissorps með svokölluðu þriggja íláta kerfi við hvert heimili. Þessi ákvörðun var tekin að lokinni vandlegri skoðun þeirra kosta sem til greina komu og með henni hugðust bæjaryfirvöld skipa Akureyri í fremstu röð sveitarfélaga hvað varðar meðhöndlun heimilisúrgangs og þjónustu við íbúa á þessu sviði.

Nýr meirihluti L-listans í bæjarstjórn virðist nú stefna að því að draga verulega úr þessum áformum og koma á skipulagi í sorphirðu sem þýðir minni þjónustu við bæjarbúa og mun neikvæðari umhverfisáhrif. Samfylkingin lýsir miklum vonbrigðum með þessar fyrirætlanir og skorar á bæjarstjórn að sýna metnað sinn í umhverfismálum með því að falla frá þessum áformum nýs meirihluta og staðfesta ákvörðun fyrrverandi bæjarstjórnar um fyrirkomulag sorphirðu á Akureyri.

Fulltrúi B-lista, María Ingadóttir, telur rétt að fara leið B í útboðinu sem skref í rétta átt í sorpmálum, en telur að leið A hefði hugnast betur ef allar forsendur hefðu staðist m.a. að Flokkun Eyjafjörður ehf hefði byggt flokkunarstöð eins og lagt var upp með í útboðinu.

Fulltrúi D-lista, Kolbrún Sigurgeirsdóttir, telur rétt að leið A verði farin.

Umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3236. fundur - 26.08.2010

1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 19. ágúst 2010:
Tekið fyrir erindi sem vísað var til umsagnar umhverfisnefndar frá bæjarráði 12. ágúst 2010.
Gunnar Garðarsson framkvæmdastjóri Sagaplast og Finnur Sveinsson sjálfstætt starfandi umhverfisverkfræðingur mættu á fundinn undir þessum lið.
Gunnar Svavarsson umhverfisverkfræðingur og Friðrik Klingbeil Gunnarsson hjá Eflu verkfræðistofu voru í símasambandi á fundinum.
Bæjarstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, sat fundinn undir þessum lið.

Fulltrúar L-lista, Sigmar Arnarsson og Hulda Stefánsdóttir, samþykkja að leið B verði farin í sorphirðu hjá Akureyrarbæ.

Valdís Anna Jónsdóttir fulltrúi S-lista í umhverfisnefnd óskar bókað:
Í lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að breyta sorphirðu í bænum og gera íbúum kleift að stórauka flokkun heimilissorps með svokölluðu þriggja íláta kerfi við hvert heimili. Þessi ákvörðun var tekin að lokinni vandlegri skoðun þeirra kosta sem til greina komu og með henni hugðust bæjaryfirvöld skipa Akureyri í fremstu röð sveitarfélaga hvað varðar meðhöndlun heimilisúrgangs og þjónustu við íbúa á þessu sviði.
Nýr meirihluti L-listans í bæjarstjórn virðist nú stefna að því að draga verulega úr þessum áformum og koma á skipulagi í sorphirðu sem þýðir minni þjónustu við bæjarbúa og mun neikvæðari umhverfisáhrif. Samfylkingin lýsir miklum vonbrigðum með þessar fyrirætlanir og skorar á bæjarstjórn að sýna metnað sinn í umhverfismálum með því að falla frá þessum áformum nýs meirihluta og staðfesta ákvörðun fyrrverandi bæjarstjórnar um fyrirkomulag sorphirðu á Akureyri.

Fulltrúi B-lista, María Ingadóttir, telur rétt að fara leið B í útboðinu sem skref í rétta átt í sorpmálum, en telur að leið A hefði hugnast betur ef allar forsendur hefðu staðist m.a. að Flokkun Eyjafjörður ehf hefði byggt flokkunarstöð eins og lagt var upp með í útboðinu.

Fulltrúi D-lista, Kolbrún Sigurgeirsdóttir, telur rétt að leið A verði farin.

Umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3237. fundur - 02.09.2010

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu 26. ágúst sl.
Rætt um mismunandi leiðir í sorphirðu í tengslum við útboð.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Framkvæmdaráð - 216. fundur - 03.09.2010

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti umræður sem fóru fram á fundi bæjarráðs 2. september sl. um sorpmál.

Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég tel að hagsmunum bæjarbúa sé betur þjónað með leið A.

Bæjarstjórn - 3289. fundur - 07.09.2010

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 6. ágúst 2010:
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útboð vegna sorphirðu og fór yfir val á leið A og B.
Framkvæmdaráð ákveður að breyta fyrri ákvörðun úr leið A í leið B og vísar þeirri ákvörðun til bæjarráðs.

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. september 2010:
Rætt um mismunandi leiðir í sorphirðu í tengslum við útboð.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fram kom tillaga frá Sigurði Guðmundssyni bæjarfulltrúa A-lista um að fresta afgreiðslu og var hún felld með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar. 

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Hermann Jón Tómasson, Ólafur Jónsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson sátu hjá við afgreiðslu.

 

Fram var lögð breytingartillaga frá bæjarfulltrúum Bæjarlista, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, svohljóðandi:

 

"Bæjarstjórn ítrekar fyrri samþykkt bæjaryfirvalda um að fyrirkomulag sorphirðu á Akureyri verði í samræmi við leið A í útboði bæjarins í vor, þ.e. að endurvinnslutunna verði við hvert heimili auk íláta fyrir lífrænan og óflokkaðan úrgang."

 

Breytingartillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur, Hermanns Jóns Tómassonar, Ólafs Jónssonar og Sigurðar Guðmundssonar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu.

 

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur, Hermanns Jóns Tómassonar, Ólafs Jónssonar og Sigurðar Guðmundssonar ákvörðun framkvæmdaráðs frá 6. ágúst 2010 um að breyta fyrri ákvörðun úr leið A í leið B, sem er í samræmi við umsögn og bókun meirihluta umhverfisráðs 19. ágúst 2010.

 

Bæjarfulltrúar Bæjarlista, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:

 

"Í lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að breyta sorphirðu í bænum og gera íbúum kleift að stórauka flokkun heimilissorps. Með þeirri ákvörðun hugðust bæjaryfirvöld skipa Akureyri í fremstu röð sveitarfélaga á þessu sviði. Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú ákveðið að draga verulega úr þessum áformum og koma á skipulagi í sorphirðu sem þýðir minni þjónustu við bæjarbúa og lélegri heimtur á flokkuðum heimilisúrgangi. Við leggjumst eindregið gegn þessari ákvörðun og teljum að rétt hefði verið stuðla að sem mestri flokkun endurvinnanlegs úrgangs með endurvinnslutunnum við hvert heimili."

 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi B-lista óskar bókað:

 

"Ég styð leið B sem skref í rétta átt í sorphirðu Akureyringa en legg áherslu á að áfram verði unnið að bættri flokkun og endurvinnslu með það að markmiði að innleiða leið A á kjörtímabilinu."

Framkvæmdaráð - 217. fundur - 17.09.2010

Kynnt staða á samningum og framvindu við sorphirðu á vegum Gámaþjónustu Norðurlands hf.

Umhverfisnefnd - 50. fundur - 23.09.2010

Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, kynntu verksamning við Gámaþjónustu Norðurlands ehf og fyrirkomulag innleiðingar á sorphirðu.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum kynninguna.

Umhverfisnefnd - 51. fundur - 07.10.2010

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fóru yfir stöðu málsins.
Einnig var tekin til afgreiðslu Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum yfirferðina.

Umhverfisnefnd samþykkir Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3292. fundur - 19.10.2010

1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 7. október 2010:
Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fóru yfir stöðu málsins.
Einnig var tekin til afgreiðslu Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað.
Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum yfirferðina.
Umhverfisnefnd samþykkir Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað með 11 samhljóða atkvæðum.