Framkvæmdaráð

217. fundur 17. september 2010 kl. 09:45 - 12:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Grassláttur 2010-2012 - samningur

Málsnúmer 2010060022Vakta málsnúmer

Endurskoðun á fyrirkomulagi grassláttar í Akureyrarkaupstað. Samningar eru lausir á þremur svæðum af fjórum.

Meirihluti framkvæmdaráðs felur Jóni Birgi Gunnlaugssyni forstöðumanni umhverfismála að taka saman minnisblað með samanburði á kostnaði við að Akureyrarkaupstaður bjóði grasslátt út eða að sveitarfélagið taki hann yfir að nýju.

2.Strætisvagnar Akureyrar - kynning

Málsnúmer 2010090081Vakta málsnúmer

Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir málefni SVA.

Framkvæmdaráð felur forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar að taka saman minnisblað um kostnað við akstur á kvöldin.

3.Hundahald í Akureyrarkaupstað - endurskoðun samþykktar

Málsnúmer 2010020078Vakta málsnúmer

Áfamhald á vinnu við endurskoðun samþykktar um hundahald í Akureyrarkaupstað.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir athugasemdir nefndarmanna.

Málinu er frestað til næsta fundar.

4.Sorpmál - framtíðarsýn

Málsnúmer 2009010228Vakta málsnúmer

Kynnt staða á samningum og framvindu við sorphirðu á vegum Gámaþjónustu Norðurlands hf.

5.AkureyrarAkademían - malbikun bílastæðis

Málsnúmer 2010080022Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. ágúst 2010 frá Þóru Pétursdóttur formanni stjórnar AkureyrarAkademíunnar þar sem hún óskar eftir að Akureyrarkaupstaður malbiki bílastæðið við Þórunnarstræti 99.

Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu á þessu ári en vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

6.Fjárhagsáætlun 2010 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2009100079Vakta málsnúmer

Farið var yfir endurskoðun á fjárhagsáætlun 2010 og stöðu framkvæmda framkvæmdadeildar fyrstu 7 mánuði ársins 2010.

Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að fjárhagsrammi fyrir sumarvinnu fatlaðra verði aukinn um 9 milljónir króna og fjárhagsrammi Slökkviliðs Akureyrar verði aukinn um 23 milljónir króna.

Fundi slitið - kl. 12:05.