Framkvæmdaráð

216. fundur 03. september 2010 kl. 08:15 - 11:25 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Tómas Björn Hauksson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Hundahald á Akureyri

Málsnúmer 2010020078Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að nýrri Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð þakkar Ingu Þöll fyrir kynningu á samþykktinni.

2.Slökkvilið Akureyrar - ýmis málefni

Málsnúmer 2010050026Vakta málsnúmer

Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir málefni Slökkviliðs Akureyrar og nýgerðan kjarasaming Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Framkvæmdaráð þakkar Þorbirni fyrir kynningu á málefnum slökkviliðsins.

3.Sorpmál - framtíðarsýn

Málsnúmer 2009010228Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti umræður sem fóru fram á fundi bæjarráðs 2. september sl. um sorpmál.

Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég tel að hagsmunum bæjarbúa sé betur þjónað með leið A.

4.Fjárhagsáætlun 2010 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2009100079Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun og stöðu framkvæmdadeildar fyrstu 7 mánuði ársins 2010.

Frestað til næsta fundar.

5.AkureyrarAkademían - malbikun bílastæðis

Málsnúmer 2010080022Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. ágúst 2010 frá Þóru Pétursdóttur formanni stjórnar AkureyrarAkademíunnar þar sem hún óskar eftir að Akureyrarbær malbiki bílastæðið við Þórunnarstræti 99.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:25.