Bæjarstjórn

3292. fundur 19. október 2010 kl. 16:00 - 18:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 317. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 6. október 2010. Fundargerðin er í 6 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 2. og 3. lið.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 2. og 3. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 6. október 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 318. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 13. október 2010.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 3., 4., 5., 7., 8., 9., 10. og 11. lið.
6. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

Halla Björk Reynisdóttir fulltrúi L-lista vék af fundi við afgreiðslu fundargerðarinnar vegna tengsla við 10. lið.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 3., 4., 5., 7., 8., 9., 10. og 11. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 13. október 2010 með 10 samhljóða atkvæðum.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á aðalskipulagi við Vestursíðu

Málsnúmer 2010090164Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. október 2010:
Með vísun til bókunar skipulagsnefndar frá 29. september 2010 (SN100099) leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna nýs stofnanasvæðis við Vestursíðu. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni, dags. 8. september 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

4.Vestursíða - hjúkrunarheimili - deiliskipulag

Málsnúmer 2010100087Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. október 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu ásamt greinargerð að deiliskipulagi fyrir hjúkrunarheimili við Vestursíðu unna af X2 skipulagi og hönnun ehf, dags. 6. október 2010.
Formaður skipulagsnefndar mun svara fyrirspurn fulltrúa VG frá síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd óskar eftir að í greinargerðinni komi fram upplýsingar um byggingarefni og um að hljóðmön verði gerð samsíða Vestursíðu. Einnig að unninn verði skýringaruppdráttur við deiliskipulagið.
Leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan þannig lagfærð verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Giljahverfi, áfangi 1-5 - deiliskipulag - endurskoðun

Málsnúmer 2010020008Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. október 2010:
Erindið var auglýst í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni þann 11. ágúst 2010. Athugasemdafrestur var til 22. september 2010.
7 athugasemdir bárust:
1) Framkvæmdadeild, dags. 18. ágúst 2010.
a) Á uppdrátt vantar leiksvæði sunnan við hús nr. 32. við Vættagil.
b) Nóg er að hafa leiksvæði austan stígs sem tengir Vörðugil og Fossagil.
c) Lítið leiksvæði er vestan húss nr. 16 við Skessugil.
d) Taka ætti út leiksvæði í miðju Huldugili. Það er ekki á áætlun og þaðan er stutt upp í Vættagil.
2) Ásmundur Guðjónsson, Fannagili 30, dags. 3. september 2010.
Sótt er um lóðarstækkun á lóð nr. 22-30 í Fannagili um 8m til norðurs. Fyrir liggur samþykki annarra lóðareigenda og eigenda Fornagils 13-15.
3) Undirskriftarlisti með 44 undirskriftum frá íbúum í Fannagili og Fornagili, dags. 6. september 2010.
Óskað er eftir tengingu milli göngustíga skv. meðfylgjandi teikningu.
4) Páll Sigurgeirsson, Fossagili 12, dags. 20. september 2010.
Sótt er um lóðarstækkun á lóð nr. 12 í Fossagili um 5m til austurs og 2,5m til suðurs.
5) Valur Sigurðsson f.h. íbúa við Vörðugil 5-7, dags. 22. september 2010.
Óska ekki eftir stækkun lóðar til vesturs en eru sátt við stækkun til norðurs.
6) Ari Þór Jónsson og Ragnheiður Helgadóttir, Vesturgili 4, dags. 22. september 2010, samþykkja lóðamörk milli Vesturgils 4 og 6-8 og Víkurgils 1-7 en vilja fá viðbót til vesturs.
7) Ólafur Jónsson og Halla Björk Garðarsdóttir, Fossagil 6, dags. 22. september 2010, senda inn athugasemd í 5 liðum um lýsingu og frágang í hverfinu.

Tekið er tillit til athugasemda samkvæmt neðangreindu:
1) Tekið er tillit til athugasemdanna í liðum a, b og c.
2) Tekið er tillit til lóðarstækkunarinnar til norðurs.
3) Tekið er tillit til athugasemdarinnar.
4) Tekið er tillit til lóðarstækkunarinnar til suðurs en samþykkt lóðarstækkun um 2,5m til austurs.
5) Tekið er tillit til athugasemdarinnar.
6) Tekið er tillit til lóðarstækkunarinnar til vesturs.
7) Tekið er tillit til athugasemdar í lið nr. 2 (sem er samhljóða aths. nr. 3). Liðum nr. 1, 3, 4 og 5 er fram koma í bréfinu er vísað til afgreiðslu framkvæmdadeildar.

Einnig samþykkir skipulagsnefnd að bæta við gangstéttum meðfram götum þannig að hægt verði að gera þær ef þörf verður á.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að endurskoðað deiliskipulag þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Þrastarlundur 3-5 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010050075Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. október 2010:
Erindi dags. 7. október 2010 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, í umboði frá Félagsmálaráðuneytinu, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Þrastarlund 3 á Akureyri. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Eyrarlandsholt - Miðteigur 11 og 13 - deiliskipulagsbreyting - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2010090016Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. október 2010:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Eyrarlandsholts, vegna lóðanna nr. 11 og 13 við Miðteig, var grenndarkynnt frá 2. september til 30. september 2010.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagtillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Hlíðarendi - breytingartillaga

Málsnúmer 2010090056Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá skipulagsstjóra að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dags. 8. október 2010 unna af Árna Ólafssyni arkitekt. Breytingarnar felast í að svæði í landi Hlíðarenda sem nú er skilgreint sem "óbyggt svæði" fái skilgreininguna "frístundabyggð", "verslunar- og þjónustusvæði" og "íbúðar- og athafnasvæði". Heildarsvæðið er um 26,7 ha. Tillagan er lögð fram að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar á skilgreiningu landnotkunar í fyrri tillögu og þarf bæjarstjórn að samþykkja nýja tillögu til auglýsingar skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsstjóra með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

9.Sorpmál - framtíðarsýn - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað

Málsnúmer 2009010228Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 7. október 2010:
Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fóru yfir stöðu málsins.
Einnig var tekin til afgreiðslu Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað.
Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum yfirferðina.
Umhverfisnefnd samþykkir Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað með 11 samhljóða atkvæðum.

10.Ungmennaráð - kynning

Málsnúmer 2007080057Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnti störf ungmennaráðs.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

11.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 - endurskoðun

Málsnúmer 2009090066Vakta málsnúmer

16. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. október 2010:
Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri lagði fram tillögu um að bæjarstjórn samþykki til viðbótar við framlagða endurskoðaða fjárhagsáætlun samning milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, en samningurinn er metinn á kr. 1.230.000 á ársgrundvelli. Samningurinn gildir til ársins 2014.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

12.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð 7. október 2010
Skipulagsnefnd 13. október 2010
Framkvæmdaráð 1.október 2010
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 1. október 2010
Stjórn Akureyrarstofu 16. september og 7. október 2010
Skólanefnd 30. september og 4. og 11 október 2010
Íþróttaráð16. og 23. september 2010
Félagsmálaráð 4. og 13. október 2010
Samfélags- og mannréttindaráð 11. október 2010
Umhverfisnefnd 7. október 2010
Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:10.