Kjarasamninganefnd

4. fundur 31. maí 2018 kl. 12:30 - 14:12 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.ÖA - vaktafyrirkomulag

Málsnúmer 2018040348Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 3. maí 2018 gert eftirfarandi bókun:

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. apríl 2018. Fundargerðin er í 7 liðum.

Bæjarráð vísar 3. lið til kjarasamninganefndar.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fund kjarasamninganefndar.
Kjarasamninganefnd samþykkir að skoða erindið frekar í samvinnu við stjórnendur Öldrunarheimila Akureyrar og í framhaldinu verði haldnir fundir með starfsmönnum um erindið.

2.Slökkvilið Akureyrar - beiðni um launað námsleyfi fyrir starfsmenn

Málsnúmer 2018040280Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd tók til umfjöllunar á fundi sínum 3. maí 2018:

Á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs 27. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

Lögð fram beiðni frá slökkviliðsstjóra dagsett 25. apríl 2018 um að fjórum starfsmönnum slökkviliðsins verði veitt launað námsleyfi til menntunar í bráðatækni.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til kjarasamninganefndar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar kjarasamninganefndar.



Ólafur Stefánsson slökkviliðstjóri SA sat fund kjarasamninganefndar 31. maí 2018 undir þessum lið.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að beiðni SA um heimild til að veita fjórum starfsmönnum Slökkviliðs Akureyrar námsleyfi vegna náms bráðatækna verði samþykkt. Kostnaður vegna námsleyfis skal rúmast innan fjárhagsáætlunar SA. Skilyrði fyrir veitingu námsleyfis er að starfsmaður skuldbindi sig til að vinna hjá SA eftir að námi er lokið sem nemur þreföldum námstíma.

3.Skipulagssvið - skipting í skipulags- og byggingarhluta

Málsnúmer 2018030048Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd tók til umfjöllunar á fundi sínum 3. maí 2018:

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. mars 2018:

Lagt er til að skipulagssviði verði skipt upp í tvo hluta, skipulagshluta og byggingarhluta. Yfirmaður skipulagshluta verði skipulagsfulltrúi og yfirmaður byggingarhluta verði byggingarfulltrúi. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að skipuriti ásamt yfirliti yfir helstu verkefni sviðsins.

Skipulagsráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar erindinu til bæjarráðs.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar kjarasamninganefndar:



Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund kjarasamninganefndar 31. maí 2018 undir þessum lið.
Meirihluti kjarasamninganefndar leggur til við bæjarráð að tillaga um breytingu á skipuriti skipulagssviðs verði samþykkt og starf byggingarfulltrúa verði skilgreint sem deildarstjórastarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags deildarstjóra.

Bókun Gunnars Gíslasonar D-lista:

Ég tel rétt að staða byggingarfulltrúa verði auglýst því hér er um nýja stöðu að ræða innan skipulagssviðs.

4.Kjarasamningar við aðildarfélög BHM og önnur háskólafélög

Málsnúmer 2016040008Vakta málsnúmer

Kynnt samkomulög Sambands íslenskra sveitarfélaga við aðildarfélög BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Verkfræðingafélag Íslands og Félag byggingarfræðinga vegna innleiðingar starfsmats samkvæmt kjarasamningum aðila.

Fundi slitið - kl. 14:12.