Skipulagssvið - skipting í skipulags- og byggingarhluta

Málsnúmer 2018030048

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Lagt er til að skipulagssviði verði skipt upp í tvo hluta, skipulagshluta og byggingarhluta. Yfirmaður skipulagshluta verði skipulagsfulltrúi og yfirmaður byggingarhluta verði byggingarfulltrúi. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að skipuriti ásamt yfirliti yfir helstu verkefni sviðsins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar erindinu til bæjarráðs.

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 03.05.2018

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. mars 2018:

Lagt er til að skipulagssviði verði skipt upp í tvo hluta, skipulagshluta og byggingarhluta. Yfirmaður skipulagshluta verði skipulagsfulltrúi og yfirmaður byggingarhluta verði byggingarfulltrúi. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að skipuriti ásamt yfirliti yfir helstu verkefni sviðsins.

Skipulagsráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar erindinu til bæjarráðs.
Afgreiðslu frestað.

Kjarasamninganefnd - 4. fundur - 31.05.2018

Kjarasamninganefnd tók til umfjöllunar á fundi sínum 3. maí 2018:

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. mars 2018:

Lagt er til að skipulagssviði verði skipt upp í tvo hluta, skipulagshluta og byggingarhluta. Yfirmaður skipulagshluta verði skipulagsfulltrúi og yfirmaður byggingarhluta verði byggingarfulltrúi. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að skipuriti ásamt yfirliti yfir helstu verkefni sviðsins.

Skipulagsráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar erindinu til bæjarráðs.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar kjarasamninganefndar:



Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund kjarasamninganefndar 31. maí 2018 undir þessum lið.
Meirihluti kjarasamninganefndar leggur til við bæjarráð að tillaga um breytingu á skipuriti skipulagssviðs verði samþykkt og starf byggingarfulltrúa verði skilgreint sem deildarstjórastarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags deildarstjóra.

Bókun Gunnars Gíslasonar D-lista:

Ég tel rétt að staða byggingarfulltrúa verði auglýst því hér er um nýja stöðu að ræða innan skipulagssviðs.

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 31. maí 2018:

Kjarasamninganefnd tók til umfjöllunar á fundi sínum 3. maí 2018:

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. mars 2018:

Lagt er til að skipulagssviði verði skipt upp í tvo hluta, skipulagshluta og byggingarhluta. Yfirmaður skipulagshluta verði skipulagsfulltrúi og yfirmaður byggingarhluta verði byggingarfulltrúi. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að skipuriti ásamt yfirliti yfir helstu verkefni sviðsins.

Skipulagsráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar erindinu til bæjarráðs.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar kjarasamninganefndar.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund kjarasamninganefndar 31. maí 2018 undir þessum lið.

Meirihluti kjarasamninganefndar leggur til við bæjarráð að tillaga um breytingu á skipuriti skipulagssviðs verði samþykkt og starf byggingarfulltrúa verði skilgreint sem deildarstjórastarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags deildarstjóra.

Bókun Gunnars Gíslasonar D-lista:

Ég tel rétt að staða byggingarfulltrúa verði auglýst því hér er um nýja stöðu að ræða innan skipulagssviðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu meirihluta kjarasamninganefndar enda er ekki um nýja stöðu að ræða heldur breytingu á starfi.

Bókun Gunnars Gíslasonar D-lista og Evu Hrundar Einarssonar D-lista:

Við teljum rétt að staða byggingarfulltrúa verði auglýst því hér er um nýja stöðu að ræða innan skipulagssviðs.