Kjarasamninganefnd

3. fundur 06. maí 2016 kl. 14:00 - 16:10 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.TV einingar - úthlutun vorið 2016

Málsnúmer 2016030025Vakta málsnúmer

Tillaga matshóps um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna vegna verkefna og hæfni kynnt og lögð fram til afgreiðslu. Á fund nefndarinnar mættu fulltrúar í matshópnum Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Ögmundur Knútsson forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu matshópsins um úthlutun TV eininga til 10 umsækjenda.

2.Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - umsagnir nefnda

Málsnúmer 2016050019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga starfshóps um endurskoðun Mannauðststefnu Akureyrarbæjar.

3.Stjórnendaálag - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016050064Vakta málsnúmer

Kynnt erindi dagsett 6. maí 2016 frá Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi varðandi stjórnendaálag í starfi forstöðumanns tæknideildar.
Afgreiðslu frestað.

4.Stjórnendaálag

Málsnúmer 2016050040Vakta málsnúmer

Umfjöllun um greiðslu stjórnendaálags til stjórnenda hjá Akureyrarbæ. Stjórnendaálag er greitt skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar sem settar eru í samræmi við heimild í grein 1.5.3 í kjarasamingum viðkomandi stéttarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sem vinni að endurskoðun á verklagsreglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.

5.Tímabundið tilraunaverkefni í Leikskólanum Pálmholti

Málsnúmer 2015090067Vakta málsnúmer

Kynnt stöðuskýrsla og niðurstaða könnunar meðal starfsmanna vegna tilraunaverkefnis á Leikskólanum Pálmholti veturinn 2015 - 2016. Lagt er til að Leikskólinn Pálmholt fá heimild til að vinna áfram að þróun aðferðafræðinnar og framlengja tilraunaverkefnið frá 1. september 2016 - 30. apríl 2017.
Kjarasamninganefnd lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og leggur til við bæjarráð að veitt verið heimild til að vinna áfram að verkefninu veturinn 2016 - 2017.

6.Sjúkraliðar í Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu

Málsnúmer 2016050041Vakta málsnúmer

Umfjöllun um ósamræmi í launakjörum sjúkraliða sem vinna sömu störf skv. mismunandi kjarasamningum. Lagt er til að samþykkt verði að jafna kjör núverandi starfsmanna frá 1. maí 2015 og gildi ákvörðunin til loka núgildandi kjarasamnings 31. mars 2019.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að jafna kjör núverandi starfsmanna í Kili með gildistíma til 31. mars 2019.

Fundi slitið - kl. 16:10.