Stjórnendaálag

Málsnúmer 2016050040

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 06.05.2016

Umfjöllun um greiðslu stjórnendaálags til stjórnenda hjá Akureyrarbæ. Stjórnendaálag er greitt skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar sem settar eru í samræmi við heimild í grein 1.5.3 í kjarasamingum viðkomandi stéttarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sem vinni að endurskoðun á verklagsreglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.

Bæjarráð - 3505. fundur - 12.05.2016

4. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 6. maí 2016:

Umfjöllun um greiðslu stjórnendaálags til stjórnenda hjá Akureyrarbæ. Stjórnendaálag er greitt skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar sem settar eru í samræmi við heimild í grein 1.5.3 í kjarasamingum viðkomandi stéttarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sem vinni að endurskoðun á verklagsreglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamningnefndar og skipar Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra og bæjarfulltrúana Guðmund Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason í starfshópinn og skal tillögum skilað fyrir 15. ágúst 2016.