Lögð fram til umsagnar endurskoðuð mannauðsstefna Akureyrarbæjar.
Tólf manna starfshópur hefur undanfarna mánuði unnið að endurskoðun mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og er nú komið að umsagnarferli. Helsta breyting í endurskoðuninni er að þjónustustefna og velferðarstefna starfsmanna voru sameinaðar mannauðsstefnunni. Endurskoðun þjónustustefnunnar náði til þeirra leiða sem tilteknar eru að markmiðum en ekki annarra þátta. Inntak velferðarstefnu starfsmanna kemur nú fram í köflum um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd og viðverustjórnun.
Nú þegar hefur verið óskað eftir umsögnum frá starfsfólki bæjarins, trúnaðarmönnum og forsvarsmönnum stéttarfélaga.
Umsagnir fagnefnda þurfa að berast eigi síðast en 17. maí nk. Umsagnir skal senda á mannaudsstefna@akureyri.is.