Fræðsluráð

9. fundur 16. apríl 2018 kl. 13:30 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Guðmundur H Sigurðarson
  • Anna Rósa Magnúsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Dagný Þóra Baldursdóttir L-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.
Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista mætti í forföllum Þórhalls Harðarsonar.

1.Skóladagatal leikskóla 2018-2019

Málsnúmer 2018040175Vakta málsnúmer

Leikskólafulltrúi lagði fram til staðfestingar skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2018-2019.

Fræðsluráð vill árétta mikilvægi þess að samráð verði haft við gerð skóladagatals á milli leik- og grunnskóla í hverju skólahverfi.

Fulltrúi D-lista gerir eftirfarandi bókun: Þar sem innleiðingu aðalnámskrár leikskóla er lokið er lagt til að sjötti lokunardagur verði tekinn burt enda um tímabundna ráðstöfun að ræða frá árinu 2011.

Fulltrúar meirihlutans og fulltrúi V-lista gera eftirfarandi bókun: Talið er nauðsynlegt að festa í sessi sex starfsdaga til að viðhalda því faglega starfi sem unnið er í leikskólum Akureyrarkaupstaðar.

2.Grunnskólar Akureyrarkaupstaðar - gjaldfrjáls námsgögn

Málsnúmer 2017060154Vakta málsnúmer

Fyrirkomulag innkaupa á námsgögnum fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram til kynningar.

3.Kennslustundaúthlutun til grunnskóla

Málsnúmer 2017030172Vakta málsnúmer

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna fjölgunar kennslustunda lögð fram til kynningar.

4.Nútímavæðing í skólum

Málsnúmer 2017080076Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram tillögu að skiptingu fjárveitingar til leik- og grunnskóla vegna þróunar í upplýsingartækni.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um skiptingu fjármagns til þróunar á upplýsingatækni í leik- og grunnskólum Akureyrarkaupstaðar.

5.Háskólinn á Akureyri og Akureyrarkaupstaður - rammasamningur

Málsnúmer 2011110017Vakta málsnúmer

Á 8. fundi fræðsluráðs var sviðsstjóra falið að yfirfara gildandi rammasamning með fulltrúum Háskólans á Akureyri.

Skipaður hefur verið starfshópur með fulltrúum Akureyrarkaupstaðar og Háskólans á Akureyri sem hefur það hlutverk að endurskoða gildandi rammasamning milli aðila. Í hópnum situr fulltrúi MSHA, fulltrúi kennaradeildar HA og Karl Frímannsson sviðsstjóri fyrir hönd Akureyrarbæjar. Hópnum er ætlað að skila tillögum fyrir 1. júní 2018.

6.Rekstur fræðslumála 2018

Málsnúmer 2018030030Vakta málsnúmer

Rekstrarstaða fræðslumála og frávikagreining fyrir janúar og febrúar 2018 lögð fram til kynningar.

7.Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra

Málsnúmer 2018040176Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri gerði grein fyrir breytingum á gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslum til foreldra.
Málinu er frestað til næsta fundar fræðsluráðs.

8.Viðauki vegna hækkunar húsaleigu Tröllaborga

Málsnúmer 2018040177Vakta málsnúmer

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna hækkunar á húsaleigu í leikskólanum Tröllaborgum lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð óskar jafnframt eftir útskýringu á hækkun framkvæmdakostnaðar frá upphaflegri áætlun.

Fundi slitið - kl. 16:00.