Gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017060154

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 12. fundur - 26.06.2017

Undanfarin misseri hefur umræðan um gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum farið vaxandi.

Fyrr í vetur fengu stjórnvöld afhentan undiskriftalista frá hátt í sex þúsund manns þar sem skorað er á þau að beita sér fyrir breytingu á grunnskólalögum þannig að námsgögn í grunnskólum verði gjaldfrjáls. Þá hafa Barnaheill einnig talað fyrir því að grunnskólaganga barna verði alveg gjaldfrjáls.
Fræðsluráð leggur til að öllum grunnskólabörnum í grunnskólum Akureyrarbæjar verði veittur hluti nauðsynlegra námsgagna (s.s. ritföng, stílabækur, límstifti, möppur og einfaldir vasareiknar) þeim að kostnaðarlausu frá og með hausti 2017. Áætlaður kostnaður er um 16 milljónir króna.

Akureyrarbær hefur undirritað samning um að verða barnvænt sveitarfélag og hefur nú hafið innleiðingu að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gjaldfrjáls námsgögn eru liður í því að vinna gegn mismunun barna og því að börn njóti jafnræðis þegar að námi kemur.

Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð - 3560. fundur - 06.07.2017

2. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 26. júní 2017:

Undanfarin misseri hefur umræðan um gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum farið vaxandi.

Fyrr í vetur fengu stjórnvöld afhentan undiskriftalista frá hátt í sex þúsund manns þar sem skorað er á þau að beita sér fyrir breytingu á grunnskólalögum þannig að námsgögn í grunnskólum verði gjaldfrjáls. Þá hafa Barnaheill einnig talað fyrir því að grunnskólaganga barna verði alveg gjaldfrjáls.

Fræðsluráð leggur til að öllum grunnskólabörnum í grunnskólum Akureyrarbæjar verði veittur hluti nauðsynlegra námsgagna (s.s. ritföng, stílabækur, límstifti, möppur og einfaldir vasareiknar) þeim að kostnaðarlausu frá og með hausti 2017. Áætlaður kostnaður er um 16 milljónir króna.

Akureyrarbær hefur undirritað samning um að verða barnvænt sveitarfélag og hefur nú hafið innleiðingu að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gjaldfrjáls námsgögn eru liður í því að vinna gegn mismunun barna og því að börn njóti jafnræðis þegar að námi kemur.

Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð heimilar fræðslusviði að vinna áfram með málið og leita allra leiða til að ná sem heildstæðustu og hagstæðustu innkaupum.

Fræðsluráð - 13. fundur - 21.08.2017

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs á fræðslusviði fór yfir verklag og niðurstöður útboðs í kjölfar ákvörðunar fræðsluráðs á fundi þann 26. júní síðastliðinn um að veita gjaldfrjáls námsgögn.
Eftir ákvörðun fræðsluráðs um að veita gjaldfrjáls námsgögn, var farið af stað í örútboð vegna innkaupa á skólagögnum.

Tvö tilboð bárust:

Penninn kr. 6.983.790

Egilsson/A4 kr. 6.450.541

Gengið var til samninga við lægstbjóðanda, Egilsson/A4.



Fræðsluráð vill færa stjórnendum grunnskóla og starfsfólki fræðslusviðs kærar þakkir fyrir að bregðast vel við í upphafi sumars við að ljúka innkaupalistum skólanna þannig að mögulegt yrði að fara í útboðið.

Fræðsluráð - 12. fundur - 18.05.2018

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrasviðs gerði grein fyrir niðurstöðu útboðs vegna gjaldfrjálsra námsgagna.