Fræðslu- og lýðheilsuráð

69. fundur 12. mars 2025 kl. 13:00 - 15:00 Reiðhöllin við Safírstræti
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jón Hjaltason
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig Elíasdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi íba
  • Ida Eyland Jensdóttir forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ida Eyland Jensdóttir forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá

1.Fræðslu- og lýðheilsuráð - heimsókn í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2022110690Vakta málsnúmer

Dagbjartur Halldórsson formaður Hestamannafélagsins Léttis tók á móti ráðinu, sýndi aðstöðuna og kynnti starfsemi félagsins.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Dagbjarti Halldórssyni formanni Hestamannafélagsins Léttis fyrir góðar móttökur og kynningu á starfinu í Reiðhöllinni.

2.Ferðakostnaður vegna íþrótta- og tómstunda

Málsnúmer 2025020620Vakta málsnúmer

Umræður um ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðunum vegna þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi var vísað til fræðslu- og lýðheilsuráðs frá bæjarstjórn og var ráðinu falið að kortleggja stöðuna betur með tilliti til barna og unglinga sem búa í Akureyrarbæ.

Bæjarstjórn Akureyrar lýsti á fundi sínum þungum áhyggjum af ferðakostnaði barna og unglinga á landsbyggðunum tengt íþróttum og tómstundum. Kostnaðurinn hefur aukist mikið á síðastliðnum árum en ferðasjóður ÍSÍ hefur lækkað á sama tíma.

Þóra Pétursdóttir svæðisfulltrúi ÍSÍ/UMFÍ á Norðurlandi eystra, Siguróli Magni Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og Linda Guðmundsdóttir íþróttafulltrúi Þórs sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Þóru Pétursdóttur svæðisfulltrúa ÍSÍ/UMFÍ á Norðurlandi eystra, Siguróla Magna Sigurðssyni íþróttafulltrúa KA og Lindu Guðmundsdóttur íþróttafulltrúa Þórs fyrir komuna og góðar umræður.

3.Hús- og tækjavörður í sundlaugar Akureyrar

Málsnúmer 2025030301Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um ráðningu hús- og tækjavarðar við sundlaugar Akureyrarbæjar.

Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í erindið. Heimilt verður að setja ráðninguna inn í rekstur frá og með sumri 2025 og málinu síðan vísað í fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2026.

4.Íþróttahöllin - aðstaða í kjallara Íþróttahallarinnar

Málsnúmer 2024120328Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað var eftir fjármagni til að kosta framkvæmdir vegna endurnýjunar gólfefna, lýsingar og hljóðvistar í æfingaaðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða beiðni og vísar henni áfram til bæjarráðs.

5.Þórssvæðið - knattspyrnuvöllur

Málsnúmer 2024030763Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla dagsett 24. janúar 2025 varðandi framkvæmdir við gervigrasvöll á félagssvæði Þórs.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.

6.Félagssvæði KA - stúka, félagsaðstaða og völlur

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett í febrúar 2025 varðandi byggingu keppnisvallar, stúku og félagsaðstöðu.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.

7.Ungmennaráð - Barnvænt sveitarfélag 2024-2027

Málsnúmer 2024080352Vakta málsnúmer

Lagður fram gátlisti barnvæns hagsmunamats.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar máli 2 til kynningar í ungmennaráði.

Fundi slitið - kl. 15:00.