Málsnúmer 2025020620Vakta málsnúmer
Umræður um ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðunum vegna þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi var vísað til fræðslu- og lýðheilsuráðs frá bæjarstjórn og var ráðinu falið að kortleggja stöðuna betur með tilliti til barna og unglinga sem búa í Akureyrarbæ.
Bæjarstjórn Akureyrar lýsti á fundi sínum þungum áhyggjum af ferðakostnaði barna og unglinga á landsbyggðunum tengt íþróttum og tómstundum. Kostnaðurinn hefur aukist mikið á síðastliðnum árum en ferðasjóður ÍSÍ hefur lækkað á sama tíma.
Þóra Pétursdóttir svæðisfulltrúi ÍSÍ/UMFÍ á Norðurlandi eystra, Siguróli Magni Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og Linda Guðmundsdóttir íþróttafulltrúi Þórs sátu fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.